Sport

Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur

Ólafur Stefánsson lét óvenju lítið að sér kveða í leiknum og þegar hann er ekki betri en hann var í gær á Ísland litla möguleika á að leggja Rússa. "Vörnin var alls ekki nógu góð í síðari hálfleik og svo varði hann alveg eins og óður í markinu. Liðið hefur gott af því að komast í millriðil svo menn geti náð sér í reynslu en það er ljóst að við munum ekki leika um verðlaunasæti. Það er ekki nokkur leið lengur," sagði Ólafur sem var augljóslega mjög svekktur. "Auðvitað er þetta sárt því með sigri hefðum átt möguleika á að fara með þrjú stig í milliriðil. Ég var að berjast og leggja sálina í þetta og ég held að allir hafi verið að því. Ég var í öðru hlutverki í dag og er tekinn úr umferð líka. Ég nenni ekki að svekkja mig á þessum leik því ég var búinn að svekkja mig nóg eftir Slóvenaleikinn því þar var ég að klikka. Það var erfitt að gera mikið meira í þessum leik og ég reyni bara að vera jákvæður."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×