Sport

Veltur á vörn og markvörslu

"Við erum með þá um tíma en svo springum við á limminu í síðari hálfleik og eigum okkur ekki viðreisnar von eftir það," sagði hornamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson sem skoraði fimm mörk í leiknum. "Það veltur allt á vörn og markvörslu hjá okkur. Fyrri hálfleikur hefur oftast verið góður og þá eru menn vel á tánum. Svo í seinni hálfleik gerist eitthvað sem verður að laga en það er ljóst að vörnin og markvarslan hrynur ávallt í síðari hálfleik og það gengur einfaldlega ekki. Það eru margar ástæður fyrir þessum töpum en þegar leikir verða spennandi virðumst við ekki ná að halda saman sem lið í vörn. Það er samt margt jákvætt í þessu og framtíðin er okkar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×