Sport

9 marka sigur Íslands

Ísland valtaði yfir Alsír í lokaleik liðsins á HM í handbolta í Túnis nú rétt í þessu, 34-25. Staðan í hálfleik var 19-11 fyrir Ísland sem lýkur keppni á mótinu í 4. sæti í B-riðli. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur Íslands með 9 mörk, Róbert Gunnarsson 7 og Ólafur Stefánsson 5 mörk. Birkir Ívar Guðmundsson varði 17 skot í marki Íslands. Til þess að Ísland geti komist áfram úr riðlinum þyrfti Kúvæt að koma með óvæntustu úrslit mótsins og vinna Tékka en sá leikur hefst kl. 17.15. Kúvætar eru neðstir í riðlinum en liðið hefur ekki unnið leik á mótinu. Slóvenar mæta Rússum kl. 19.15 í hreinum úrslitaleik um efsta sæti riðilsins þar sem Rússum dugir jafntefli, eru taplausir með 2 stiga forskot á Slóvena.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×