Góður endir hjá strákunum 29. janúar 2005 00:01 Þessi leikur var fínn endir á annars misjöfnu móti. Hann bar þess eilítið merki að líkurnar á að liðið kæmi áfram voru nánast engar. En samt sem áður var ég ánægður með hvernig menn lögðu sig fram í leiknum og einbeitingin var til staðar meira eða minna í 60 mínútur sem er í rauninni þveröfugt við leikinn við Kúveit. Það er það sem stendur einna helst upp úr. Birkir Ívar fékk loksins að byrja leikinn og skilaði ágætis vinnu. Það var margt ágætt í þessum leik sem segir okkur að það býr mikið í þessu liði. En niðurstaðan að komast ekki áfram er náttúrulega ekkert annað en vonbrigði. Hvernig liðið spilaði gegn Alsír, hvernig mannskapnum var stillt upp eða hvernig liðið var að breyta varnarleiknum skipti í rauninni ekki máli. Það eina sem þurfti að nást út úr leiknum var sigur til þess að skila sem bestu verki og svo var náttúrlega mikilvægt að enda mótið vel. Menn hafa augljóslega verið mjög svekktir með að liðið kæmist ekki áfram og því var þetta upplagður endir. Það er alveg ljóst að pressan var að hrjá mannskapinn í fyrsta leik og það var í rauninni ekki fyrr en að fyrsti leikurinn var nánast tapaður að það losnaði svolítið um hömlur liðsins og menn svona settu í fluggírinn og náðu að jafna þann leik. Slóvenaleikurinn hafði allt annað yfirbragð og var að mínu mati alveg pressulaus. Þar sofnuðu menn á verðinum og ætluðu að landa sigrinum á seiglunni. Síðan voru menn hreinlega komnir upp við vegg með því að þurfa að leggja Rússa, best skipulagða lið riðilsins, af velli. Ég er þó ánægður með það, að þrátt fyrir vonbrigðin og þá sérstaklega hjá leikmönnunum sjálfum, þá sýndu menn ákveðinn karakter að leggja sig vel fram í dag og innbyrða sigur og þeir gerðu það virkilega vel. Íslenski handboltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi stuðningsmanna Man. United fóru of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Sjá meira
Þessi leikur var fínn endir á annars misjöfnu móti. Hann bar þess eilítið merki að líkurnar á að liðið kæmi áfram voru nánast engar. En samt sem áður var ég ánægður með hvernig menn lögðu sig fram í leiknum og einbeitingin var til staðar meira eða minna í 60 mínútur sem er í rauninni þveröfugt við leikinn við Kúveit. Það er það sem stendur einna helst upp úr. Birkir Ívar fékk loksins að byrja leikinn og skilaði ágætis vinnu. Það var margt ágætt í þessum leik sem segir okkur að það býr mikið í þessu liði. En niðurstaðan að komast ekki áfram er náttúrulega ekkert annað en vonbrigði. Hvernig liðið spilaði gegn Alsír, hvernig mannskapnum var stillt upp eða hvernig liðið var að breyta varnarleiknum skipti í rauninni ekki máli. Það eina sem þurfti að nást út úr leiknum var sigur til þess að skila sem bestu verki og svo var náttúrlega mikilvægt að enda mótið vel. Menn hafa augljóslega verið mjög svekktir með að liðið kæmist ekki áfram og því var þetta upplagður endir. Það er alveg ljóst að pressan var að hrjá mannskapinn í fyrsta leik og það var í rauninni ekki fyrr en að fyrsti leikurinn var nánast tapaður að það losnaði svolítið um hömlur liðsins og menn svona settu í fluggírinn og náðu að jafna þann leik. Slóvenaleikurinn hafði allt annað yfirbragð og var að mínu mati alveg pressulaus. Þar sofnuðu menn á verðinum og ætluðu að landa sigrinum á seiglunni. Síðan voru menn hreinlega komnir upp við vegg með því að þurfa að leggja Rússa, best skipulagða lið riðilsins, af velli. Ég er þó ánægður með það, að þrátt fyrir vonbrigðin og þá sérstaklega hjá leikmönnunum sjálfum, þá sýndu menn ákveðinn karakter að leggja sig vel fram í dag og innbyrða sigur og þeir gerðu það virkilega vel.
Íslenski handboltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi stuðningsmanna Man. United fóru of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Sjá meira