Góður endir hjá strákunum 29. janúar 2005 00:01 Þessi leikur var fínn endir á annars misjöfnu móti. Hann bar þess eilítið merki að líkurnar á að liðið kæmi áfram voru nánast engar. En samt sem áður var ég ánægður með hvernig menn lögðu sig fram í leiknum og einbeitingin var til staðar meira eða minna í 60 mínútur sem er í rauninni þveröfugt við leikinn við Kúveit. Það er það sem stendur einna helst upp úr. Birkir Ívar fékk loksins að byrja leikinn og skilaði ágætis vinnu. Það var margt ágætt í þessum leik sem segir okkur að það býr mikið í þessu liði. En niðurstaðan að komast ekki áfram er náttúrulega ekkert annað en vonbrigði. Hvernig liðið spilaði gegn Alsír, hvernig mannskapnum var stillt upp eða hvernig liðið var að breyta varnarleiknum skipti í rauninni ekki máli. Það eina sem þurfti að nást út úr leiknum var sigur til þess að skila sem bestu verki og svo var náttúrlega mikilvægt að enda mótið vel. Menn hafa augljóslega verið mjög svekktir með að liðið kæmist ekki áfram og því var þetta upplagður endir. Það er alveg ljóst að pressan var að hrjá mannskapinn í fyrsta leik og það var í rauninni ekki fyrr en að fyrsti leikurinn var nánast tapaður að það losnaði svolítið um hömlur liðsins og menn svona settu í fluggírinn og náðu að jafna þann leik. Slóvenaleikurinn hafði allt annað yfirbragð og var að mínu mati alveg pressulaus. Þar sofnuðu menn á verðinum og ætluðu að landa sigrinum á seiglunni. Síðan voru menn hreinlega komnir upp við vegg með því að þurfa að leggja Rússa, best skipulagða lið riðilsins, af velli. Ég er þó ánægður með það, að þrátt fyrir vonbrigðin og þá sérstaklega hjá leikmönnunum sjálfum, þá sýndu menn ákveðinn karakter að leggja sig vel fram í dag og innbyrða sigur og þeir gerðu það virkilega vel. Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Sjá meira
Þessi leikur var fínn endir á annars misjöfnu móti. Hann bar þess eilítið merki að líkurnar á að liðið kæmi áfram voru nánast engar. En samt sem áður var ég ánægður með hvernig menn lögðu sig fram í leiknum og einbeitingin var til staðar meira eða minna í 60 mínútur sem er í rauninni þveröfugt við leikinn við Kúveit. Það er það sem stendur einna helst upp úr. Birkir Ívar fékk loksins að byrja leikinn og skilaði ágætis vinnu. Það var margt ágætt í þessum leik sem segir okkur að það býr mikið í þessu liði. En niðurstaðan að komast ekki áfram er náttúrulega ekkert annað en vonbrigði. Hvernig liðið spilaði gegn Alsír, hvernig mannskapnum var stillt upp eða hvernig liðið var að breyta varnarleiknum skipti í rauninni ekki máli. Það eina sem þurfti að nást út úr leiknum var sigur til þess að skila sem bestu verki og svo var náttúrlega mikilvægt að enda mótið vel. Menn hafa augljóslega verið mjög svekktir með að liðið kæmist ekki áfram og því var þetta upplagður endir. Það er alveg ljóst að pressan var að hrjá mannskapinn í fyrsta leik og það var í rauninni ekki fyrr en að fyrsti leikurinn var nánast tapaður að það losnaði svolítið um hömlur liðsins og menn svona settu í fluggírinn og náðu að jafna þann leik. Slóvenaleikurinn hafði allt annað yfirbragð og var að mínu mati alveg pressulaus. Þar sofnuðu menn á verðinum og ætluðu að landa sigrinum á seiglunni. Síðan voru menn hreinlega komnir upp við vegg með því að þurfa að leggja Rússa, best skipulagða lið riðilsins, af velli. Ég er þó ánægður með það, að þrátt fyrir vonbrigðin og þá sérstaklega hjá leikmönnunum sjálfum, þá sýndu menn ákveðinn karakter að leggja sig vel fram í dag og innbyrða sigur og þeir gerðu það virkilega vel.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Sjá meira