Kláruðu mótið með sæmd 29. janúar 2005 00:01 Fyrir leikinn voru margir óttaslegnir að leikurinn yrði mikið basl enda ekki að neinu að keppa fyrir strákana. Hugarfar þeirra var hins vegar í góðu lagi og ljóst að strákarnir vildu ljúka keppni með sæmd. Það gerðu þeir svo sannarlega því strákarnir hreinlega völtuðu yfir Alsírbúana og unnu að lokum öruggan níu marka sigur, 34-25, eftir að hafa leitt með átta mörkum í leikhléi, 19-11. Léttleiki og leikgleði einkenndi leik íslenska liðsins sem kaffærði Alsír strax í byrjun með fínum varnarleik, góðri markvörslu og vel útfærðum hraðaupphlaupum sem Alsír átti ekkert svar við. Leiknum var því í raun lokið í leikhléi en strákarnir héldu samt ágætri einbeitingu í síðari hálfleik og sáu til þess að forystan var aldrei í hættu. Birkir Ívar fékk loksins að spila heilan leik og hann varði mjög vel. Guðjón Valur kórónaði gott mót hjá sér með tíu fínum mörkum og Róbert Gunnarsson var einnig mjög öflugur. Alexander Petterson var síðan mjög góður í vörninni. Aðrir leikmenn áttu ágæta spretti en leikurinn hefði getað unnist mun stærra ef strákarnir hefðu nýtt dauðafærin betur en fjöldi þeirra fór forgörðum eins og oft áður á þessu móti. Þó að niðurstaða mótsins hafi valdið miklum vonbrigðum er ljóst að þetta lið á framtíðina fyrir sér. Viggó mætti til leiks með tíu nýja leikmenn sem enga reynslu höfðu af stórmótum en þeir öðluðust mikla reynslu á þessu móti. Það mun koma liðinu vel í framtíðinni því flestir sýndu þeir fram á að þeir eiga fullt erindi í alþjóðabolta og einhverjir hefðu jafn vel átt að fá tækifæri með liðinu fyrr en núna. Það er ár í næsta stórmót sem er EM í Sviss og það ár verður Viggó Sigurðsson að nýta vel til þess að laga varnarleik liðsins. Hann er langt frá því að vera viðunandi og liðið nær engum árangri á næsta móti ef hann batnar ekki. Stöðugleiki er annar höfuðverkur en hinum frægu slæmu köflum verður að fækka hið fyrsta. Sóknarleikurinn er lítill höfuðverkur og það eru frábærar fréttir fyrir liðið að Ólafur Stefánsson ætli að spila áfram því þessir ungu drengir þurfa á leiðsögn hans og reynslu að halda til þess að bæta sig. Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta lið spjarar sig á næsta móti. Íslenski handboltinn Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Risamaraþon heimsins nú orðin sjö eftir að eitt bættist í hópinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Steinunn og Ingimar Íslandsmeistarar í CrossFit: „Stolt af sjálfri mér“ Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Dagskráin í dag: Glódís getur komist á toppinn Kennir sjálfum sér um uppsögnina Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Sjá meira
Fyrir leikinn voru margir óttaslegnir að leikurinn yrði mikið basl enda ekki að neinu að keppa fyrir strákana. Hugarfar þeirra var hins vegar í góðu lagi og ljóst að strákarnir vildu ljúka keppni með sæmd. Það gerðu þeir svo sannarlega því strákarnir hreinlega völtuðu yfir Alsírbúana og unnu að lokum öruggan níu marka sigur, 34-25, eftir að hafa leitt með átta mörkum í leikhléi, 19-11. Léttleiki og leikgleði einkenndi leik íslenska liðsins sem kaffærði Alsír strax í byrjun með fínum varnarleik, góðri markvörslu og vel útfærðum hraðaupphlaupum sem Alsír átti ekkert svar við. Leiknum var því í raun lokið í leikhléi en strákarnir héldu samt ágætri einbeitingu í síðari hálfleik og sáu til þess að forystan var aldrei í hættu. Birkir Ívar fékk loksins að spila heilan leik og hann varði mjög vel. Guðjón Valur kórónaði gott mót hjá sér með tíu fínum mörkum og Róbert Gunnarsson var einnig mjög öflugur. Alexander Petterson var síðan mjög góður í vörninni. Aðrir leikmenn áttu ágæta spretti en leikurinn hefði getað unnist mun stærra ef strákarnir hefðu nýtt dauðafærin betur en fjöldi þeirra fór forgörðum eins og oft áður á þessu móti. Þó að niðurstaða mótsins hafi valdið miklum vonbrigðum er ljóst að þetta lið á framtíðina fyrir sér. Viggó mætti til leiks með tíu nýja leikmenn sem enga reynslu höfðu af stórmótum en þeir öðluðust mikla reynslu á þessu móti. Það mun koma liðinu vel í framtíðinni því flestir sýndu þeir fram á að þeir eiga fullt erindi í alþjóðabolta og einhverjir hefðu jafn vel átt að fá tækifæri með liðinu fyrr en núna. Það er ár í næsta stórmót sem er EM í Sviss og það ár verður Viggó Sigurðsson að nýta vel til þess að laga varnarleik liðsins. Hann er langt frá því að vera viðunandi og liðið nær engum árangri á næsta móti ef hann batnar ekki. Stöðugleiki er annar höfuðverkur en hinum frægu slæmu köflum verður að fækka hið fyrsta. Sóknarleikurinn er lítill höfuðverkur og það eru frábærar fréttir fyrir liðið að Ólafur Stefánsson ætli að spila áfram því þessir ungu drengir þurfa á leiðsögn hans og reynslu að halda til þess að bæta sig. Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta lið spjarar sig á næsta móti.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Risamaraþon heimsins nú orðin sjö eftir að eitt bættist í hópinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Steinunn og Ingimar Íslandsmeistarar í CrossFit: „Stolt af sjálfri mér“ Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Dagskráin í dag: Glódís getur komist á toppinn Kennir sjálfum sér um uppsögnina Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Sjá meira