Vörnin var hörmuleg, sagði Viggó 29. janúar 2005 00:01 "Ég er að meta þetta mót þannig að við munum halda áfram okkar vinnu. Það þarf að gera einhverjar smá breytingar á hópnum. Við söknum öflugra varnarmanna úr hópnum og svo er Óli langt frá að skila því sem maður bjóst við af honum, bæði í vörn og sókn. Hann olli sérstaklega miklum vonbrigðum í vörninni þar sem honum hefur hreinlega farið aftur," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari eftir leikinn gegn Alsír en hann sá ekki eftir því að hafa skilið mann eins og Rúnar Sigtryggsson eftir heima. "Það eru komin kynslóðaskipti og það var engin ástæða til að halda áfram í sömu sporum eftir vonbrigði tveggja síðustu móta. Það er betra að halda áfram og tapa þessu móti og byggja ofan á það," sagði Viggó sem stefndi á eitt af sex efstu sætunum fyrir mótið. Sér hann eftir því? "Ég stend fullkomlega við það sem ég sagði. Ef við hefðum ekki haft nein markmið fyrir þetta mót þá hefðum við ekki haft að neinu að keppa. Það hefði verið voða þægilegt að vera hér sem túristi en ég hafði ekki áhuga á því." Viggó sér ljósa punkta á mörgum stöðum og hann veit líka hvað verður að bæta. "Sóknin gekk vel á mótinu og hraðaupphlaupin voru líka fín. Varnarleikurinn var síðan á köflum hörmung og það stendur upp úr. Það er ljóst að okkur vantar varnarleiðtoga. Vignir er efnilegur en hann á kannski tvö ár í að verða virkilega góður. Það munaði litlu að við kæmumst áfram en stöðugleikann vantaði og því fór sem fór," sagði Viggó en hvað fannst honum um frammistöðu einstakra leikmanna? "Ég var ánægður með flesta leikmenn en frammistaða Petersson stendur upp úr. Hann var frábær í þessu móti bæði í vörn og sókn. Markús, Arnór og Robbi líka mjög góðir og ég er mjög ánægður með andann og liðsheildina. Okkur vantar bara öflugri varnarmenn," sagði Viggó Sigurðsson Íslenski handboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Sjá meira
"Ég er að meta þetta mót þannig að við munum halda áfram okkar vinnu. Það þarf að gera einhverjar smá breytingar á hópnum. Við söknum öflugra varnarmanna úr hópnum og svo er Óli langt frá að skila því sem maður bjóst við af honum, bæði í vörn og sókn. Hann olli sérstaklega miklum vonbrigðum í vörninni þar sem honum hefur hreinlega farið aftur," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari eftir leikinn gegn Alsír en hann sá ekki eftir því að hafa skilið mann eins og Rúnar Sigtryggsson eftir heima. "Það eru komin kynslóðaskipti og það var engin ástæða til að halda áfram í sömu sporum eftir vonbrigði tveggja síðustu móta. Það er betra að halda áfram og tapa þessu móti og byggja ofan á það," sagði Viggó sem stefndi á eitt af sex efstu sætunum fyrir mótið. Sér hann eftir því? "Ég stend fullkomlega við það sem ég sagði. Ef við hefðum ekki haft nein markmið fyrir þetta mót þá hefðum við ekki haft að neinu að keppa. Það hefði verið voða þægilegt að vera hér sem túristi en ég hafði ekki áhuga á því." Viggó sér ljósa punkta á mörgum stöðum og hann veit líka hvað verður að bæta. "Sóknin gekk vel á mótinu og hraðaupphlaupin voru líka fín. Varnarleikurinn var síðan á köflum hörmung og það stendur upp úr. Það er ljóst að okkur vantar varnarleiðtoga. Vignir er efnilegur en hann á kannski tvö ár í að verða virkilega góður. Það munaði litlu að við kæmumst áfram en stöðugleikann vantaði og því fór sem fór," sagði Viggó en hvað fannst honum um frammistöðu einstakra leikmanna? "Ég var ánægður með flesta leikmenn en frammistaða Petersson stendur upp úr. Hann var frábær í þessu móti bæði í vörn og sókn. Markús, Arnór og Robbi líka mjög góðir og ég er mjög ánægður með andann og liðsheildina. Okkur vantar bara öflugri varnarmenn," sagði Viggó Sigurðsson
Íslenski handboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Sjá meira