Sport

Danir úr leik

Danir eru úr leik á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Þeir biðu lægri hlut fyrir Frökkum, 32-26, í lokaumferðinni í gærkvöldi. Danir höfnuðu í fjórða sæti í A - riðli en Frakkar í því þriðja og komust áfram. Norðmenn lögðu Egypta, 24-19, í hreinum úrslitaleik um hvor þjóðin kæmist áfram. Króatar lögðu Svía, 28-27, í C - riðli og Rússar sigruðu Sóvena í B - riðli, 31-27. Íslenska landsliðið lauk keppni með sigri en Íslendingar sigruðu Alsír, 34-25, í lokaumferð mótsins. Rússar, Grikkir, Króatar og Serbar standa best að vígi þegar keppni í milliriðlum hefst á mánudag en úrslit í innbyrðisleikjum í riðlakeppninni fylgja liðunum. Í milliriðli eitt leika Rússar, Grikkir, Tékkar, Túnisar, Frakkar og Slóvenar. Í riðli tvö eru Króatar, Serbar, Spánverjar, Norðmenn, Þjóðverjar og Svíar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×