Formennirnir viðurkenni mistök 30. janúar 2005 00:01 Steingrímur Hermannson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist halda að Davíð Oddsson hafi einn tekið ákvörðun um að styðja innrásina í Írak. Halldór Ásgrímsson hafi staðið frammi fyrir gerðum hlut. Hann hvetur stjórnarherrana til að tala opinskátt um málið, birta fundargerðir utanríkismálanefndar og viðurkenna að mistök hafi verið gerð. Steingrímur sagði í Silfri Egils í dag það meiriháttar og alvarlega ákvörðun að hverfa frá þeirri áratuga stefnu Íslendinga að taka ekki þátt í árásarstríði og ófært að sú ákvörðun hafi verið tekin af einum eða tveimur mönnum. Hann segir að Davíð Oddsson hafi talað opinskátt um stuðning við Bandaríkjamenn en Halldór Ásgrímsson hafi alltaf verið með varnagla. Steingrímur segist ekki gera athugasemdir við það að ákvörðun um stuðning við Írak hafi ekki verið samþykkt í ríkisstjórn en það hafi verið ótrúlegt að bera málið ekki undir þingflokkana; þaðan fái ráðherrann sitt umboð. Þar sé veikleikinn að hans mati. „Og það er náttúrlega ekki hægt að halda því fram að málið sé svo veigalítið að það þurfi ekki samráð við utanríksimálanefnd,“ segir Steingrímur. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir sjálfsagt að birta fundargerðir utanríkismálanefndar um málið. Það sé langsamlega hollast að tala opinskátt um málið eins og staðan sé og viðurkenna að mistök hafi verið gerð. Steingrímur gagnrýnir Davíð og Halldór fyrir að ræða ekki opinskátt um málið en segir um leið að að sumu leyti hafi fjölmiðlar farið offari í málinu, t.d. með því að vera sífellt að nuða um ríksistjórnarfundinn. Hann er algjört aukaatriði að mati Steingríms því það hafi ekki þurft samþykki ríkisstjórnarinnar. Ráðherrann fyrrverandi segir hins vegar boðið upp á þetta með því að tala ekki við fjölmiðla þegar þeir óski eftir því. „Það er miklu betra að tala við óánægðan blaðamann heldur en að láta hann fara óánægðan og skrifa einhverja vitlausa frétt,“ segir Steingrímur. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Steingrímur Hermannson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist halda að Davíð Oddsson hafi einn tekið ákvörðun um að styðja innrásina í Írak. Halldór Ásgrímsson hafi staðið frammi fyrir gerðum hlut. Hann hvetur stjórnarherrana til að tala opinskátt um málið, birta fundargerðir utanríkismálanefndar og viðurkenna að mistök hafi verið gerð. Steingrímur sagði í Silfri Egils í dag það meiriháttar og alvarlega ákvörðun að hverfa frá þeirri áratuga stefnu Íslendinga að taka ekki þátt í árásarstríði og ófært að sú ákvörðun hafi verið tekin af einum eða tveimur mönnum. Hann segir að Davíð Oddsson hafi talað opinskátt um stuðning við Bandaríkjamenn en Halldór Ásgrímsson hafi alltaf verið með varnagla. Steingrímur segist ekki gera athugasemdir við það að ákvörðun um stuðning við Írak hafi ekki verið samþykkt í ríkisstjórn en það hafi verið ótrúlegt að bera málið ekki undir þingflokkana; þaðan fái ráðherrann sitt umboð. Þar sé veikleikinn að hans mati. „Og það er náttúrlega ekki hægt að halda því fram að málið sé svo veigalítið að það þurfi ekki samráð við utanríksimálanefnd,“ segir Steingrímur. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir sjálfsagt að birta fundargerðir utanríkismálanefndar um málið. Það sé langsamlega hollast að tala opinskátt um málið eins og staðan sé og viðurkenna að mistök hafi verið gerð. Steingrímur gagnrýnir Davíð og Halldór fyrir að ræða ekki opinskátt um málið en segir um leið að að sumu leyti hafi fjölmiðlar farið offari í málinu, t.d. með því að vera sífellt að nuða um ríksistjórnarfundinn. Hann er algjört aukaatriði að mati Steingríms því það hafi ekki þurft samþykki ríkisstjórnarinnar. Ráðherrann fyrrverandi segir hins vegar boðið upp á þetta með því að tala ekki við fjölmiðla þegar þeir óski eftir því. „Það er miklu betra að tala við óánægðan blaðamann heldur en að láta hann fara óánægðan og skrifa einhverja vitlausa frétt,“ segir Steingrímur.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira