Öflugasti bloggarinn Guðmundur Magnússon skrifar 31. janúar 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson alþingismaður, formaður Samfylkingarinnar, er nýbyrjaður að blogga. Er síða hans, sem hér má finna, sambland af texta og tali og er talið skemmtileg nýbreytni. Ekki er ólíklegt að tilefni þess að Össur lætur í sér heyra á netinu sé fyrirhugað formannskjör í Samfylkingunni. Rifjast þá upp að keppinautur hans, Ingbjörg Sólrún Gísladóttir, festi sér fyrir mörgum árum lénið isg.is án þess að nýta sér það og virðist síðan hafa látið það frá sér. Er undarlegt að svo pennafær og framtakssöm kona skuli ekki nota sér persónulega þann vinsæla vettvang sem netið er. Hlýtur það að standa til bóta. Nokkru áður en Össur kvaddi sér hljóðs á netinu byrjaði Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslyndra að blogga. Hann hafði áður vakið athygli - og hneykslun einhverra - fyrir opinská skrif á spjallvefinn malefnin.com, sem kalla má einhvern lágvaxnasta gróðurinn í skrúðgarði andans í netheimum (svo fengið séu að láni fleyg orð frá fyrri tíð). En á heimasíðunni nýju sýnir Magnús tilþrif og á góð innlegg. Á undan Össuri og Magnúsi Þór hafa alþingismenn smám saman verið að taka netið í þjónustu sína. Á vef Alþingis má sjá að nú eru þeir orðnir 27 þingmennirnir sem blogga, þar af þrír ráðherrar. Eru sumir mjög duglegir við að uppfæra síðurnar en því miður eru nokkrir svartir sauðir í hópnum sem ekki hafa hreyft við síðum sínum mánuðum og jafnvel árum saman. Verður það að teljast heldur snautleg frammistaða þegar alþingismenn, atvinnumenn í pólitískum málflutningi, eiga í hlut.Löngu á undan öllum þingmönnum sem nú blogga var Björn Bjarnason dómsmálaráðherra farinn að skrifa reglulega pistla á netið. Heimasíða hans eru tíu ára um þessar mundir. Má næstum segja að sumir núverandi þingmanna hafi verið með bleyju þegar Björn byrjaði. Og hvað sem mönnum kann að finnast um einstök skrif Björns eða skoðanir verður að viðurkennast að á netinu hefur enginn alþingismanna tærnar þar sem hann hefur hælana. Hann er öflugasti pólitíski bloggarinn í íslenska netheiminum, verðlaunaður af netverjum. Hefur enginn haft jafn mikið úthald og hann. Björn hefur svo að segja birt pistla vikulega eða oftar frá því að hann byrjaði með síðuna sína í febrúar 1995. Þar sem hann hefur jafnan þann hátt á að fjalla um það sem efst er á baugi hverju sinni - og hefur verið einn helsti áhrifa- og valdamaður þjóðarinnar á umræddu tímabili - er vefsíðan hans einnig orðin að merkilegri sögulegri heimild. Auðvelt er að leita að efnisatriðum á síðunni því henni fylgir leitarvél. Björn ritar um tímamótin í nýjasta pistli sínum og ræðir þá meðal annars viðtökurnar. Hann skrifar: "Heimsóknir á síðuna eru svo margar á þessu árabili, að ég hef engar tölur tiltækar um þær. Ég hef raunar aldrei hampað slíkum tölum, enda eru þær aukaatriði í mínum huga, þegar ég velti gildi síðunnar fyrir mér. Fyrir mig er vefsíðan einstaklega skemmtilegt og þægilegt tæki til að halda skipulega utan um það, sem á henni er að finna, auk þess gefur hún mér tækifæri til að segja skoðun mína á mönnum og málefnum. Pistlarnir eru allir börn síns tíma og ber að skoða þá í ljósi umræðu líðandi stundar á hverjum tíma, í þeim felst viðleitni til að halda fram skoðun og viðhorfi til manna og málefna á rökstuddan hátt". Og segir síðan: "Fyrir nokkrum árum bauð ég þá þjónustu, að unnt væri að skrá sig á póstlista hjá mér. Nú eru 1179 manns á þeim lista og sendi ég þeim pistlana við útgáfu þeirra. Það er jafnauðvelt að skrá sig á listann og afskrá sig, ég kem þar hvergi nærri." Í afmælispistlinum gerir Björn Bjarnason síðan þróun íslenskrar umræðuhefðar að umtalsefni. Leyfum við okkur að taka það hér orðrétt upp í von um að lesendur vilji leggja orð í belg: "Umræðuhefð okkar hefur breyst á þeim 10 árum, sem liðin eru frá því að ég opnaði síðuna. Þótt fleiri raddir heyrist en áður fyrir tilstilli netsins, hefur meiri samþjöppun orðið hér í fjölmiðlun en æskilegt er, og nú er svo komið, að um 70% af markaðnum er á hendi eins aðila, sem auk þess hefur undirtökin í allri smásöluverslun og sterk ítök í fjármálaheiminum, til einföldunar kalla ég þessa fjölmiðla Baugsmiðlana. Víðlesnasta blaðinu er dreift ókeypis inn á hvert heimili.Þegar flokksblöð voru við lýði, gátu menn gengið að því vísu, að þau drægju dám af sjónarmiðum leiðtoga og hagsmunum viðkomandi flokks og í sjálfu sér ekkert við það að athuga. Menn völdu og höfnuðu með áskrift sinni. Hvarvetna er viðurkennt, að sjónarmið eigenda setji svip á fjölmiðla, efnistök, efnisval og skoðanir. Hið sama á auðvitað við hér á landi og barnaskapur eða hræsni, að halda að málum sé öðru vísi háttað. Með þessu er ekki sagt, að eigendur séu að skipta sér af öllu, sem sagt er í miðlum þeirra, en andi þeirra svífur yfir vötnunum. Svonefndir álitsgjafar láta meira að sér kveða en áður og er gjarnan leitað til þeirra í fjölmiðlum, ef mikið þykir við liggja. Þeir eru hins vegar brenndir hinu sama og við allir dauðlegir menn, að skoðanir þeirra eru hvorki betri né verri en rökin, sem þeir færa fyrir þeim. Stundum virkar það á mann á þann veg, þegar kallað er í álitsgjafa til skrafs og ráðagerða, að nú hafi verið ákveðið að skrúfa frá kalda krananum í stað þess heita, því að skoðanirnar eru svo staðlaðar eða mótaðar af pólitískri rétthugsun í umhverfi álitsgjafans, að sjaldan heyrist í raun nokkuð nýtt, vatnið er jafnkalt eða jafnheitt og áður. Frétta – eða blaðamenn, sem eru að skýra fyrir okkur málin, með eigin útlistunum, eru að sjálfsögðu ekki hlutlausir. Galdurinn hjá fjölmiðlum er hins vegar að gefa öllum sjónarmiðum tækifæri en ekki að láta eitt duga. Að þessu leyti hefur þróunin orðið sú, að skoðanir þeirra, sem tjá sig í pistlum og fréttaskýringum, verða sífellt einsleitnari. Í stað skoðana, sem byggðust á ólíkri pólitískri sýn, er leitast við að halda sig við pólitíska rétthugsun, sem verður sífellt þröngsýnni á málefni og ekki síst menn.Fréttir af því, hvílíkur kraftur og vöxtur hefur hlaupið í fjármála- og bankastarfsemi hér, eftir að ríkið sleppti hendi sinni af henni, staðfesta enn hve þungt og erfitt er að njóta sín í samkeppnisrekstri undir handarjaðri ríkisvaldsins. Hið sama sjáum við gerast í háskólastarfsemi, rannsóknum og vísindum. Þar hefur orðið bylting, eftir að tekið var til við að virkja áhuga og snerpu einkaframtaksins á markvissan hátt." Og Björn lýkur pistlinum með eftirfarandi orðum (sem eru m.a. áhugaverð því þar talar fyrrverandi yfirmaður Ríkisútvarpsins): "Spyrja má: Er ríkisvaldið í raun að stuðla að bestu þjónustu í fjölmiðlun með því að halda ríkisútvarpinu úti? Hvaða hagsmuni er verið að verja með því að reka ríkisútvarpið? Ég hef ekki verið talsmaður þess, að ríkið drægi sig út úr útvarpsrekstri. Ég tel hins vegar æskilegt að ræða málið, án þess skrúfa til skiptis frá heita og kalda krananum." Hvað finnst lesendum Vísis um þetta? Orðið er frjálst.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson alþingismaður, formaður Samfylkingarinnar, er nýbyrjaður að blogga. Er síða hans, sem hér má finna, sambland af texta og tali og er talið skemmtileg nýbreytni. Ekki er ólíklegt að tilefni þess að Össur lætur í sér heyra á netinu sé fyrirhugað formannskjör í Samfylkingunni. Rifjast þá upp að keppinautur hans, Ingbjörg Sólrún Gísladóttir, festi sér fyrir mörgum árum lénið isg.is án þess að nýta sér það og virðist síðan hafa látið það frá sér. Er undarlegt að svo pennafær og framtakssöm kona skuli ekki nota sér persónulega þann vinsæla vettvang sem netið er. Hlýtur það að standa til bóta. Nokkru áður en Össur kvaddi sér hljóðs á netinu byrjaði Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslyndra að blogga. Hann hafði áður vakið athygli - og hneykslun einhverra - fyrir opinská skrif á spjallvefinn malefnin.com, sem kalla má einhvern lágvaxnasta gróðurinn í skrúðgarði andans í netheimum (svo fengið séu að láni fleyg orð frá fyrri tíð). En á heimasíðunni nýju sýnir Magnús tilþrif og á góð innlegg. Á undan Össuri og Magnúsi Þór hafa alþingismenn smám saman verið að taka netið í þjónustu sína. Á vef Alþingis má sjá að nú eru þeir orðnir 27 þingmennirnir sem blogga, þar af þrír ráðherrar. Eru sumir mjög duglegir við að uppfæra síðurnar en því miður eru nokkrir svartir sauðir í hópnum sem ekki hafa hreyft við síðum sínum mánuðum og jafnvel árum saman. Verður það að teljast heldur snautleg frammistaða þegar alþingismenn, atvinnumenn í pólitískum málflutningi, eiga í hlut.Löngu á undan öllum þingmönnum sem nú blogga var Björn Bjarnason dómsmálaráðherra farinn að skrifa reglulega pistla á netið. Heimasíða hans eru tíu ára um þessar mundir. Má næstum segja að sumir núverandi þingmanna hafi verið með bleyju þegar Björn byrjaði. Og hvað sem mönnum kann að finnast um einstök skrif Björns eða skoðanir verður að viðurkennast að á netinu hefur enginn alþingismanna tærnar þar sem hann hefur hælana. Hann er öflugasti pólitíski bloggarinn í íslenska netheiminum, verðlaunaður af netverjum. Hefur enginn haft jafn mikið úthald og hann. Björn hefur svo að segja birt pistla vikulega eða oftar frá því að hann byrjaði með síðuna sína í febrúar 1995. Þar sem hann hefur jafnan þann hátt á að fjalla um það sem efst er á baugi hverju sinni - og hefur verið einn helsti áhrifa- og valdamaður þjóðarinnar á umræddu tímabili - er vefsíðan hans einnig orðin að merkilegri sögulegri heimild. Auðvelt er að leita að efnisatriðum á síðunni því henni fylgir leitarvél. Björn ritar um tímamótin í nýjasta pistli sínum og ræðir þá meðal annars viðtökurnar. Hann skrifar: "Heimsóknir á síðuna eru svo margar á þessu árabili, að ég hef engar tölur tiltækar um þær. Ég hef raunar aldrei hampað slíkum tölum, enda eru þær aukaatriði í mínum huga, þegar ég velti gildi síðunnar fyrir mér. Fyrir mig er vefsíðan einstaklega skemmtilegt og þægilegt tæki til að halda skipulega utan um það, sem á henni er að finna, auk þess gefur hún mér tækifæri til að segja skoðun mína á mönnum og málefnum. Pistlarnir eru allir börn síns tíma og ber að skoða þá í ljósi umræðu líðandi stundar á hverjum tíma, í þeim felst viðleitni til að halda fram skoðun og viðhorfi til manna og málefna á rökstuddan hátt". Og segir síðan: "Fyrir nokkrum árum bauð ég þá þjónustu, að unnt væri að skrá sig á póstlista hjá mér. Nú eru 1179 manns á þeim lista og sendi ég þeim pistlana við útgáfu þeirra. Það er jafnauðvelt að skrá sig á listann og afskrá sig, ég kem þar hvergi nærri." Í afmælispistlinum gerir Björn Bjarnason síðan þróun íslenskrar umræðuhefðar að umtalsefni. Leyfum við okkur að taka það hér orðrétt upp í von um að lesendur vilji leggja orð í belg: "Umræðuhefð okkar hefur breyst á þeim 10 árum, sem liðin eru frá því að ég opnaði síðuna. Þótt fleiri raddir heyrist en áður fyrir tilstilli netsins, hefur meiri samþjöppun orðið hér í fjölmiðlun en æskilegt er, og nú er svo komið, að um 70% af markaðnum er á hendi eins aðila, sem auk þess hefur undirtökin í allri smásöluverslun og sterk ítök í fjármálaheiminum, til einföldunar kalla ég þessa fjölmiðla Baugsmiðlana. Víðlesnasta blaðinu er dreift ókeypis inn á hvert heimili.Þegar flokksblöð voru við lýði, gátu menn gengið að því vísu, að þau drægju dám af sjónarmiðum leiðtoga og hagsmunum viðkomandi flokks og í sjálfu sér ekkert við það að athuga. Menn völdu og höfnuðu með áskrift sinni. Hvarvetna er viðurkennt, að sjónarmið eigenda setji svip á fjölmiðla, efnistök, efnisval og skoðanir. Hið sama á auðvitað við hér á landi og barnaskapur eða hræsni, að halda að málum sé öðru vísi háttað. Með þessu er ekki sagt, að eigendur séu að skipta sér af öllu, sem sagt er í miðlum þeirra, en andi þeirra svífur yfir vötnunum. Svonefndir álitsgjafar láta meira að sér kveða en áður og er gjarnan leitað til þeirra í fjölmiðlum, ef mikið þykir við liggja. Þeir eru hins vegar brenndir hinu sama og við allir dauðlegir menn, að skoðanir þeirra eru hvorki betri né verri en rökin, sem þeir færa fyrir þeim. Stundum virkar það á mann á þann veg, þegar kallað er í álitsgjafa til skrafs og ráðagerða, að nú hafi verið ákveðið að skrúfa frá kalda krananum í stað þess heita, því að skoðanirnar eru svo staðlaðar eða mótaðar af pólitískri rétthugsun í umhverfi álitsgjafans, að sjaldan heyrist í raun nokkuð nýtt, vatnið er jafnkalt eða jafnheitt og áður. Frétta – eða blaðamenn, sem eru að skýra fyrir okkur málin, með eigin útlistunum, eru að sjálfsögðu ekki hlutlausir. Galdurinn hjá fjölmiðlum er hins vegar að gefa öllum sjónarmiðum tækifæri en ekki að láta eitt duga. Að þessu leyti hefur þróunin orðið sú, að skoðanir þeirra, sem tjá sig í pistlum og fréttaskýringum, verða sífellt einsleitnari. Í stað skoðana, sem byggðust á ólíkri pólitískri sýn, er leitast við að halda sig við pólitíska rétthugsun, sem verður sífellt þröngsýnni á málefni og ekki síst menn.Fréttir af því, hvílíkur kraftur og vöxtur hefur hlaupið í fjármála- og bankastarfsemi hér, eftir að ríkið sleppti hendi sinni af henni, staðfesta enn hve þungt og erfitt er að njóta sín í samkeppnisrekstri undir handarjaðri ríkisvaldsins. Hið sama sjáum við gerast í háskólastarfsemi, rannsóknum og vísindum. Þar hefur orðið bylting, eftir að tekið var til við að virkja áhuga og snerpu einkaframtaksins á markvissan hátt." Og Björn lýkur pistlinum með eftirfarandi orðum (sem eru m.a. áhugaverð því þar talar fyrrverandi yfirmaður Ríkisútvarpsins): "Spyrja má: Er ríkisvaldið í raun að stuðla að bestu þjónustu í fjölmiðlun með því að halda ríkisútvarpinu úti? Hvaða hagsmuni er verið að verja með því að reka ríkisútvarpið? Ég hef ekki verið talsmaður þess, að ríkið drægi sig út úr útvarpsrekstri. Ég tel hins vegar æskilegt að ræða málið, án þess skrúfa til skiptis frá heita og kalda krananum." Hvað finnst lesendum Vísis um þetta? Orðið er frjálst.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun