Sport

HM: Milliriðlarnir í fullum gangi

Í kvöld lauk öðrum leikdegi í milliriðlum á HM í handbolta í Túnis og eru gestgjafarnir efstir í milliriðli 1 á meðan Króatar eru efstir í milliriðli 2. Frakkar lögðu Tékka í milliriðli #1, 26-31 en Túnis náði toppsætinu þrátt fyrir jafntefli gegn Slóvenum, 26-26. Síðar í kvöld töpuðu Rússar fyrir Grikkjum í sama riðli, 29-24 og eru Grikkir einnig með 5 stig í þriðja sæti. Úrslit mánudagsins í fyrstu umferð milliriðlanna urðu eftirfarandi: Rússland - Frakkland 22-25, Túnis - Tékkland 36-25 og Slóvenia - Grikkland 37-29. Milliriðill 1 þriðjudagur Tékkland - Frakkland        26-31  (9-16)            Slóvenía - Túnis                 26-26 (9-11)             Rússland - Grikkland         29-24 (14-13) Land - Leikir - Stig Túnis              4 - 5 Frakkland       4 - 5      Grikkland       4 - 5 Rússland         4 - 4      Tékkland        4 - 2 Slóvenía         4 - 2   Í milliriðli 2 Töpuðu Þjóðverjar fyrir ólympíumeisturum Króata í dag, 26-29 og eiga því ekki lengur möguleika á verðlaunasæti á mótinu. Þá gerðu Serbar og Spánverjar jafntefli, 28-28. Norðmenn lögðu Svía í kvöld 34-31 og eru Norðmenn með 5 stig í 4. sæti. Úrslit í milliriðli 2 á mánudag urðu eftirfarandi: Króatía - Noregur 25-28, Svíþjóð - Serbía 26 - 26 og Spánn - Þýskaland 32-28. Milliriðill 2 þriðjudagur Þýskaland- Króatía          26-29  (11-15) Serbía/Sv.fj. - Spánn       28-28  (16-19) Noregur - Svíþjóð           34-31  (14-15) Land - Leikir - Stig Króatía         4  6    Serbía           4  6    Spánn           4  5    Noregur        4  5    Þýskaland     4  1    Svíþjóð         4  1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×