Erlent

Sharon fundar með ríkisstjórninni

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ræðir í dag við ríkisstjórn sína með hvaða hætti hann geti komið til móts við Palestínumenn á fundi sem hann á með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í Egyptalandi í næstu viku. Þar stendur til að hefja á ný friðarviðræður. Meðal þess sem rætt verðu er hvort að sleppa eigi palestínskum föngum. Sharon sagðist í morgun vona að í kjölfar fundarins yrði lýst yfir endalokum vopnaðrar uppreisnar Palestínumanna sem hófst fyrir fjórum árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×