Verkalýðshreyfing og pólitík 3. febrúar 2005 00:01 Þegar Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands lýsti á dögunum yfir stuðningi við formannsframboð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Samfylkingunni varð af því nokkurt uppnám. Stuðningsmenn Össurar voru ósáttir og töldu að verið væri að misnota verkalýðshreyfinguna í þágu keppinautarins. Höfðu ýmsir skilið Gylfa þannig að Alþýðusambandið styddi framboð Ingibjargar Sólrúnar. Fram komu síðan aðrir áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni og kváðust styðja Össur. Utan Samfylkingarinnar stöldruðu menn við þessar flokkspólitísku yfirlýsingar frammámanna í verkalýðshreyfingunni. Upp úr því hefur sprottið umræða um tengsl verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka. Hafa forystumenn nokkurra verkalýðsfélaga komið í fjölmiðla til að leggja áherslu á að kjarabaráttan eigi að vera fagleg og ekki megi blanda verkalýðsfélögunum, hvað þá heildarsamtökum þeirra, Alþýðusambandinu, inn í flokkspólitíska baráttu. Í árdaga íslenskrar verkalýðshreyfingar var enginn greinarmunur gerður á stjórnmálabaráttu og kjarabaráttu. Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið voru eitt og sama fyrirbærið og hélst sú skipan frá stofnun 1916 til 1940 þegar skorið var á tengslin vegna mikillar óánægju með þau. Blasir líka við hve afkáraleg sú skipan er að stéttarfélag sem semur um kaup og kjör í krafti skylduaðildar verkafólks sé jafnframt stjórnmálaflokkur sem kannski aðeins hluti félagsmanna styður. Þrátt fyrir hinn formlega aðskilnað kjarabaráttu og stjórnmála var mjög rík hneigð innan verkalýðshreyfingarinnar að beita henni í þágu stjórnmálabaráttunnar. Árið 1956 mátti heita að Alþýðubandalagið, sem þá var kosningabandalag Sósíalistaflokksins og klofningsmanna úr Alþýðuflokknum, og Alþýðusambandið væru runnin saman í eina hreyfingu, en í þingkosningunum þetta ár lýsti ASÍ yfir stuðningi við kosningabandalagið. Í raun varð Alþýðusambandið ekki algerlega faglega sjálfstætt fyrr en liðið var á áttunda áratuginn. Síðustu árin hafa verkalýðsforingjar ekkisýnt því áhuga að blanda saman stjórnmálabaráttunni og kjarabaráttunni. Þó hafa einkennileg tengsl alla tíð verið fyrir hendi á milli Alþýðusambandsins og norrænna jafnaðarmannaflokka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Þegar Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands lýsti á dögunum yfir stuðningi við formannsframboð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Samfylkingunni varð af því nokkurt uppnám. Stuðningsmenn Össurar voru ósáttir og töldu að verið væri að misnota verkalýðshreyfinguna í þágu keppinautarins. Höfðu ýmsir skilið Gylfa þannig að Alþýðusambandið styddi framboð Ingibjargar Sólrúnar. Fram komu síðan aðrir áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni og kváðust styðja Össur. Utan Samfylkingarinnar stöldruðu menn við þessar flokkspólitísku yfirlýsingar frammámanna í verkalýðshreyfingunni. Upp úr því hefur sprottið umræða um tengsl verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka. Hafa forystumenn nokkurra verkalýðsfélaga komið í fjölmiðla til að leggja áherslu á að kjarabaráttan eigi að vera fagleg og ekki megi blanda verkalýðsfélögunum, hvað þá heildarsamtökum þeirra, Alþýðusambandinu, inn í flokkspólitíska baráttu. Í árdaga íslenskrar verkalýðshreyfingar var enginn greinarmunur gerður á stjórnmálabaráttu og kjarabaráttu. Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið voru eitt og sama fyrirbærið og hélst sú skipan frá stofnun 1916 til 1940 þegar skorið var á tengslin vegna mikillar óánægju með þau. Blasir líka við hve afkáraleg sú skipan er að stéttarfélag sem semur um kaup og kjör í krafti skylduaðildar verkafólks sé jafnframt stjórnmálaflokkur sem kannski aðeins hluti félagsmanna styður. Þrátt fyrir hinn formlega aðskilnað kjarabaráttu og stjórnmála var mjög rík hneigð innan verkalýðshreyfingarinnar að beita henni í þágu stjórnmálabaráttunnar. Árið 1956 mátti heita að Alþýðubandalagið, sem þá var kosningabandalag Sósíalistaflokksins og klofningsmanna úr Alþýðuflokknum, og Alþýðusambandið væru runnin saman í eina hreyfingu, en í þingkosningunum þetta ár lýsti ASÍ yfir stuðningi við kosningabandalagið. Í raun varð Alþýðusambandið ekki algerlega faglega sjálfstætt fyrr en liðið var á áttunda áratuginn. Síðustu árin hafa verkalýðsforingjar ekkisýnt því áhuga að blanda saman stjórnmálabaráttunni og kjarabaráttunni. Þó hafa einkennileg tengsl alla tíð verið fyrir hendi á milli Alþýðusambandsins og norrænna jafnaðarmannaflokka.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun