Júlíus Jónasson ósáttur 13. október 2005 15:31 Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR-inga í DHL-deildinni í handbolta, segir Jóhann Inga Gunnarsson, formann landsliðsnefndar HSÍ, hafa skotið niður alla þjálfara á Íslandi með ummælum sínum um varnarþjálfun í Fréttablaðinu í gær. Jóhann Ingi hélt því fram að margir leikmenn íslenska landsliðsins kynnu hreinlega ekki hvernig þeir ættu að standa í vörn og skorti grunnþekkingu í varnarleik. "Auðvitað tók maður þessi ummæli til sín. Ég hef ekki séð Jóhann Inga á æfingum hjá mér og ég man ekki heldur eftir að hafa séð hann á leikjum hjá mér. Þess vegna finnst mér þetta vera stór orð sem hann lét hafa eftir sér," segir Júlíus. Hann segist geta tekið undir það með Jóhanni Inga að varnarleikur Íslands hafi ekki verið jafn slakur í mörg ár en jafnframt að hann trúi því ekki að það sé þjálfun um að kenna. "Ég get ekki annað en talað fyrir sjálfan mig en ég trúi því hreinlega ekki að hin félögin séu að hugsa minna um varnarleik en áður. Mér finnst af og frá að Jóhann Ingi geti skotið niður alla þjálfarana með því að segja að varnarþjálfun sé á undanhaldi. Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá legg ég mikla áherslu á varnarleik og reyni að kenna mínum mönnum hvernig á að spila og hugsa varnarleik. En það verður að hafa það í huga að við þjálfarar höfum einn og hálfan klukkutíma á dag til að æfa og það er gefið að ekki er hægt að sinna öllum þáttum eins vel og maður vill. Þetta er einfaldlega ekki nægur tími," segir Júlíus. Íslenski handboltinn Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira
Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR-inga í DHL-deildinni í handbolta, segir Jóhann Inga Gunnarsson, formann landsliðsnefndar HSÍ, hafa skotið niður alla þjálfara á Íslandi með ummælum sínum um varnarþjálfun í Fréttablaðinu í gær. Jóhann Ingi hélt því fram að margir leikmenn íslenska landsliðsins kynnu hreinlega ekki hvernig þeir ættu að standa í vörn og skorti grunnþekkingu í varnarleik. "Auðvitað tók maður þessi ummæli til sín. Ég hef ekki séð Jóhann Inga á æfingum hjá mér og ég man ekki heldur eftir að hafa séð hann á leikjum hjá mér. Þess vegna finnst mér þetta vera stór orð sem hann lét hafa eftir sér," segir Júlíus. Hann segist geta tekið undir það með Jóhanni Inga að varnarleikur Íslands hafi ekki verið jafn slakur í mörg ár en jafnframt að hann trúi því ekki að það sé þjálfun um að kenna. "Ég get ekki annað en talað fyrir sjálfan mig en ég trúi því hreinlega ekki að hin félögin séu að hugsa minna um varnarleik en áður. Mér finnst af og frá að Jóhann Ingi geti skotið niður alla þjálfarana með því að segja að varnarþjálfun sé á undanhaldi. Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá legg ég mikla áherslu á varnarleik og reyni að kenna mínum mönnum hvernig á að spila og hugsa varnarleik. En það verður að hafa það í huga að við þjálfarar höfum einn og hálfan klukkutíma á dag til að æfa og það er gefið að ekki er hægt að sinna öllum þáttum eins vel og maður vill. Þetta er einfaldlega ekki nægur tími," segir Júlíus.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira