Sport

Norðmenn í 7. sæti á HM

Norðmenn gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Rússa 30-27 í leik um 7. sætið á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Túnis í morgun. Frammistaða Norðmanna á HM kom mjög á óvart enda er þetta besti árangur sem þeir hafa náð á heimsmeistaramóti. Gunnar Petterson, landliðsþjálfari Noregs, sagði við Nettavisen í morgun að leikurinn gegn Rússum hefði verið mjög slakur en hann væri sáttur við árangurinn á mótinu. Hann benti á að á næsta heimsmeistaramóti gæfi sjöunda sætið þátttökurétt á næstu Ólympíuleikum í Peking. Svíar urðu að sætta sig við 11. sætið á HM eftir sigur á Slóveníu í morgun, 32-29. Mikil óánægja er með frammistöðu sænska liðsins heima fyrir en þjálfara- og kynslóðaskipti voru hjá liðinu fyrir HM. Bæði Rússar og Slóvenar voru með Íslendingum í riðli á mótinu. Undanúrlitaleikirnir fara fram í dag en þar mætast Frakkar og Króatar og Spánverjar og Túnisar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×