Danska stjórnin heldur meirihluta 7. febrúar 2005 00:01 Aukin spenna er hlaupin í kosningabaráttuna í Danmörku, en þingkosningar fara þar fram á morgun. Bilið minnkar milli tveggja stærstu flokkanna en stjórnin heldur naumum meirihluta samkvæmt skoðanakönnunum. Forsætisráðherrann segist ekki hrósa sigri fyrr en eftir talningu atkvæða og fyrrverandi formaður Jafnaðarmannaflokksins blæs á orðróm um að framtíð núverandi formanns sé í hættu. Danskir stjórnmálamenn geysast um landið þvert og endilangt þessa síðustu daga fyrir kosningarnar. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra kom meðal annars fram á opnum fundi með nemendum í Árósarháskóla. „Við viljum fá Anders Fogh,“ sungu stuðningsmenn forsætisráðherrans sem tóku vel á móti honum í Árósum. Svona uppákomur og samskonar kappræður og fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa velt upp umræðu um hvort kosningabaráttan hér í Danmörku sé að verða full bandarísk. Anders Curill, ritstjóri háskólablaðsins For Campus, segir sönginn minna svolítið á bandarískar aðferðir. „Þetta er vísir að öðrum aðferðum en hafa þekkst í Danmörku fram að þessu,“ segir Curill. En innandyra var það alvaran. Nýlegar tölur um að að útgjöld á hvern nemanda hafi lækkað á svo til öllum skólastigum komu til tals. Anders Fogh svaraði þannig að heildarútgjöld til menntamála hefðu hækkað frá því að hann tók við 2001 „Við þurfum því að styðja verulega við menntun, allt frá grunnskólanum upp í endurmenntun. Það er mikil áskorun að gera Danmörku að forystulandi í menntamálum,“ sagði ráðherrann. Venstre missir aðeins flugið í nýjustu skoðanakönnunum en meirihlutinn heldur þó velli. Rasmussen sagði í stuttu spjalli við Stöð 2 eftir fundinn í Árósum að hann vildi ekki hrósa sigri fyrr en búið væri að telja uppúr kjörkössunum. Jafnaðarmönnum hefur verið spáð verstu úrslitum í 30 ár og rætt um að formaðurinn, Mogens Lykketoft, sé valtur í sessi. Formaður flokksins á undan Lykketoft og Poul Nyrup Rasmussen var Svend Auken. Hann segir jafnaðarmenn hafa langa reynslu af því að styðja sitt fólk þótt á móti blási. Aðspurður hvað honum finnist um að rætt hafi verið um að Lykketoft hætti sem formaður segir Auken vissulega mikið hafa verið rætt um það en það hafi mest verið meðal almennra borgara. „Að minnsta kosti styð ég hann og ég held að langflestir meðlimir flokksins telji Mogens Lykketoft vera góðan formann,“ segir Auken. Staða fimm stærstu flokka er þessi samkvæmt skoðanakönnun Megafone í dag: Frjálslyndi hægri flokkurinn Venstre missir tvö prósent, jafnaðarmenn missa fjögur prósent en miðjuflokkurinn Radikale Venstre bætir við sig fimm prósentum. Danski þjóðarflokkurinn og Íhaldsflokkurinn eru á svipuðu róli og í síðustu kosningum. Það er því útlit fyrir spennandi þingkosningar í Danmörku á morgun Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz sprungin Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Sjá meira
Aukin spenna er hlaupin í kosningabaráttuna í Danmörku, en þingkosningar fara þar fram á morgun. Bilið minnkar milli tveggja stærstu flokkanna en stjórnin heldur naumum meirihluta samkvæmt skoðanakönnunum. Forsætisráðherrann segist ekki hrósa sigri fyrr en eftir talningu atkvæða og fyrrverandi formaður Jafnaðarmannaflokksins blæs á orðróm um að framtíð núverandi formanns sé í hættu. Danskir stjórnmálamenn geysast um landið þvert og endilangt þessa síðustu daga fyrir kosningarnar. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra kom meðal annars fram á opnum fundi með nemendum í Árósarháskóla. „Við viljum fá Anders Fogh,“ sungu stuðningsmenn forsætisráðherrans sem tóku vel á móti honum í Árósum. Svona uppákomur og samskonar kappræður og fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa velt upp umræðu um hvort kosningabaráttan hér í Danmörku sé að verða full bandarísk. Anders Curill, ritstjóri háskólablaðsins For Campus, segir sönginn minna svolítið á bandarískar aðferðir. „Þetta er vísir að öðrum aðferðum en hafa þekkst í Danmörku fram að þessu,“ segir Curill. En innandyra var það alvaran. Nýlegar tölur um að að útgjöld á hvern nemanda hafi lækkað á svo til öllum skólastigum komu til tals. Anders Fogh svaraði þannig að heildarútgjöld til menntamála hefðu hækkað frá því að hann tók við 2001 „Við þurfum því að styðja verulega við menntun, allt frá grunnskólanum upp í endurmenntun. Það er mikil áskorun að gera Danmörku að forystulandi í menntamálum,“ sagði ráðherrann. Venstre missir aðeins flugið í nýjustu skoðanakönnunum en meirihlutinn heldur þó velli. Rasmussen sagði í stuttu spjalli við Stöð 2 eftir fundinn í Árósum að hann vildi ekki hrósa sigri fyrr en búið væri að telja uppúr kjörkössunum. Jafnaðarmönnum hefur verið spáð verstu úrslitum í 30 ár og rætt um að formaðurinn, Mogens Lykketoft, sé valtur í sessi. Formaður flokksins á undan Lykketoft og Poul Nyrup Rasmussen var Svend Auken. Hann segir jafnaðarmenn hafa langa reynslu af því að styðja sitt fólk þótt á móti blási. Aðspurður hvað honum finnist um að rætt hafi verið um að Lykketoft hætti sem formaður segir Auken vissulega mikið hafa verið rætt um það en það hafi mest verið meðal almennra borgara. „Að minnsta kosti styð ég hann og ég held að langflestir meðlimir flokksins telji Mogens Lykketoft vera góðan formann,“ segir Auken. Staða fimm stærstu flokka er þessi samkvæmt skoðanakönnun Megafone í dag: Frjálslyndi hægri flokkurinn Venstre missir tvö prósent, jafnaðarmenn missa fjögur prósent en miðjuflokkurinn Radikale Venstre bætir við sig fimm prósentum. Danski þjóðarflokkurinn og Íhaldsflokkurinn eru á svipuðu róli og í síðustu kosningum. Það er því útlit fyrir spennandi þingkosningar í Danmörku á morgun
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz sprungin Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Sjá meira