Erlent

Dean formaður Demókrataflokksins

Howard Dean, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, verður næsti formaður bandaríska Demókrataflokksins. Eini keppinautur hans dró framboð sitt til baka í gærkvöldi. Dean hætti við forsetaframboð á sínum tíma í kjölfar fréttamannafundar þar sem öskur hans vöktu athygli og skelfdu marga kjósendur. Hans bíður það verk að bjarga flokknum úr tilvistarkreppu í kjölfar síðustu forsetakosninga en keppinauturinn sem hætti í gær, þingmaðurinn Tim Roemer, segir flokksmenn verða að hafa hugfast að þeir hafi tapað fylgi í níutíu og sjö af þeim hundrað sýslum þar sem fólksfjölgun sé mest og að repúblíkanar séu nú sterkari en í heila öld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×