Erlent

Stjórnin með rúmlega 50%

Nú á sjöunda tímanum voru birtar fyrstu útgönguspár í dönsku þingkosningunum. Samkvæmt spá systurstöðvar Stöðvar 2, TV2 í Danmörku, hljóta stjórnarflokkarnir ríflega fimmtíu prósent atkvæða og jafnaðarmenn tapa töluverðu fylgi, eins og búist var við. Miðjuflokkurinn Radikale Venstre tvöfaldar fylgi sitt samkvæmt útgönguspánni. Miðað við spána eru stjórnarflokkarnir með 95 þingsæti en stjórnarandstaðan 80.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×