Formenn flokka segja af sér Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2005 00:01 Þau tíðindi bárust frá Danaveldi í gær að formenn fjögurra stjórnmálaflokka hygðust segja af sér, þar sem útkoma þessara flokka í nýafstöðnum kosningum væri óviðunandi. Tveir flokkana, Jafnaðarmenn og Sósíalíski þjóðarflokkurinn, töpuðu þingmönnum, en hinir tveir, Miðdemókratar og Minnihlutaflokkurinn, náðu ekki manni inn. Miðdemókratar höfðu áður reynt að komast yfir tveggja prósenta markið sem nauðsynlegt er til að ná inn þingmanni á danska þingið, Folketinget. Í stað þess að bæta við sig þeim 0,2 prósentustigum sem þeir þurftu, misstu þeir 0,8 prósentustig. Þetta var fyrsta tilraun Minnihlutaflokksins, sem fékk ekki nema 0,3 prósents fylgi. Í kjölfarið tilkynntu Mimi Jakobsen, formaður Miðdemókrata, og Rune Engelbreth Larsen, formaður Minnihlutaflokksins, að þau hygðust segja af sér formennsku. Niðurstöður kosninganna fyrir þessa tvo flokka voru í samræmi við þær skoðanakannanir sem höfðu birst, svo gott sem daglega, þannig að þetta kom engum á óvart. Varaformaður Miðdemókrata sagði í gær að flokkurinn myndi líklega ekki bjóða fram í næstu kosningum. Það kom meira á óvart að Sósíalíski þjóðarflokkurinn skyldi ekki halda sínum hlut, 12 þingmönnum. Lengi vel virtist sem þeir myndu jafnvel bæta við sig manni, en glutruðu því svo niður á endasprettinum. Þrátt fyrir að niðurstaðan væri einungis 0,4 prósentustigum lakari en í kosningunum 2001 og flokkurinn fengi 6 prósent atkvæða tapaði hann einum manni. Þegar Holger K. Nielsen, formaður Sósíalíska þjóðarflokksins, tilkynnti um afsögn sína sagði hann að útkoman hefði ekki verið hræðileg, en hins vegar væri rétt af honum að segja af sér. Þá gæfist nýjum formanni gott ráðrúm til að styrkja sig í flokknum fyrir næstu kosningar. Varaformaðurinn Trine Bendix sagði strax að það þyrfti að gerbreyta öllum flokknum. Sérstaklega þyrfti að hafa í huga hvað væri hægt að gera til að fá yngra fólk og konur í foringjahóp flokksins og segir hún að gjarnan vildi hún sjá unga konu í formannsstólnum. Hún passar við eigin lýsingu, er aðeins 36 ára, en neitar því alfarið að hún hafi með þessu verið að bjóða sig fram í formanninn. Það er enginn augljós erfðarprins, eða prinsessa, sem bíður á hliðarlínunni. Nielsen vill ekki nefna eftirmann sinn og segir að fyrrum formaður, Gert Petersen, hafi heldur ekki gert slíkt fyrir 14 árum þegar Nielsen tók við formannsembættinu. Það hafi reynst flokknum vel. Í Jafnaðarmannaflokknum er reiknað með mjög harðri baráttu um formannssætið eftir að Mogens Lykketoft sagði af sér, meira að segja áður en endanlegar tölur voru birtar á kosningakvöldinu, þann 8. febrúar. Flokkurinn fékk 25,9 prósenta fylgi og 47 þingmenn, missti 3,2 prósentustig frá síðustu kosningum og 5 þingmenn. Jafnaðarmannaflokkurinn er því sá flokkur sem tapaði mestu fylgi í þessum kosningum, sem var áfall fyrir hann og formanninn. Stjórnmálaskýrendur í Danmörku eru strax farnir að vara við því að stórátök séu í aðsigi innan flokksins í komandi formannskosningu. Rætur átakanna er að finna í formannskjörinu 1992, þegar Poul Nyrup Rasmussen bauð sig fram til formanns gegn þáverandi formanni, Svend Auken. Með loforði um að koma flokknum aftur til valda eftir áratug í stjórnarandstöðu sigraði Poul Nyrup, en það var í fyrsta sinn í sögu flokksins sem sitjandi formaður var felldur í formannskjöri. Poul Nyrup varð forsætisráðherra 1993 og kom jafnaðarmönnum í ríkisstjórn, allt þar til kosningarnar töpuðust 2001 og hann sagði af sér. En með formannskjörinu 1992 er hann sagður hafa klofið flokkinn í tvennt og að sá klofningur sé ekki að saumast saman. Lykketoft er sagður hafa staðið utan við þær deilur, en með því að hann segir nú af sér, eru deilurnar sagðar magnast upp aftur. Mörg nöfn hafa þegar verið nefnd sem væntanlegir arftakar Lykketoft. Á öðrum vængnum eru tveir fyrrum dómsmálaráðherrar, Frank Jensen og Pia Gjellerup. Á hinum vængnum er fyrrum varnarmálaráðherra, Jan Troejborg, og fyrrum sjávarútvegsráðherra, Henrik Dam Kristensen. Jensen lýsti því yfir strax á þriðjudagskvöldið að hann vildi gjarnan taka við flokknum, ef það yrði ekki til þess að hann myndi klofna endanlega. Margir vilja þó líta til yngri kynslóðar jafnaðarmanna, sem gæti náðst sátt um af báðum hliðum. Af þeim eru nefnd Mette Frederiksen, Jeppe Kofoed, Morten Boedskov og Henrik Sass Larsen. Sú fyrstnefnda varð hlutskörpust í skoðanakönnun sem DR gerði á heimasíðu sinni um hver ætti að taka við formennsku í flokknum, en hún segist ekki hafa áhuga. Varaformaðurinn Lotte Bundsgaard hefur þegar tilkynnt að hún hafi ekki áhuga á embættinu. Varaformenn tveggja þessara flokka sem nú eru án formanns hafa því lýst yfir að þeir sækist ekki eftir formannsembættinu. Óvíst er hvort hinir tveir flokkarnir þurfi formann, það er ef þeir verða lagðir niður. Það myndi væntanlega sæta tíðindum hér á landi ef varaformenn stjórnmálaflokkanna myndu ekki sækjast eftir því að verða formenn. Talað er um Geir H. Haarde sem líklegastan formann Sjálfstæðisflokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sækist nú eftir formannsembætti Samfylkingar, Guðni Ágústsson hefur haft orð á því að hann væri ekki afhuga embætti formanns Framsóknarflokksins og Magnús Þór Hafsteinsson þykir hafa metnað í formann Frjálslynda flokksins. Ekki þykir heldur ólíklegt að Ögmundur Jónasson gæti hugsað sér að setjast í stól Steingríms J. Sigfússonar, ef Steingrímur stæði óvænt upp.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þau tíðindi bárust frá Danaveldi í gær að formenn fjögurra stjórnmálaflokka hygðust segja af sér, þar sem útkoma þessara flokka í nýafstöðnum kosningum væri óviðunandi. Tveir flokkana, Jafnaðarmenn og Sósíalíski þjóðarflokkurinn, töpuðu þingmönnum, en hinir tveir, Miðdemókratar og Minnihlutaflokkurinn, náðu ekki manni inn. Miðdemókratar höfðu áður reynt að komast yfir tveggja prósenta markið sem nauðsynlegt er til að ná inn þingmanni á danska þingið, Folketinget. Í stað þess að bæta við sig þeim 0,2 prósentustigum sem þeir þurftu, misstu þeir 0,8 prósentustig. Þetta var fyrsta tilraun Minnihlutaflokksins, sem fékk ekki nema 0,3 prósents fylgi. Í kjölfarið tilkynntu Mimi Jakobsen, formaður Miðdemókrata, og Rune Engelbreth Larsen, formaður Minnihlutaflokksins, að þau hygðust segja af sér formennsku. Niðurstöður kosninganna fyrir þessa tvo flokka voru í samræmi við þær skoðanakannanir sem höfðu birst, svo gott sem daglega, þannig að þetta kom engum á óvart. Varaformaður Miðdemókrata sagði í gær að flokkurinn myndi líklega ekki bjóða fram í næstu kosningum. Það kom meira á óvart að Sósíalíski þjóðarflokkurinn skyldi ekki halda sínum hlut, 12 þingmönnum. Lengi vel virtist sem þeir myndu jafnvel bæta við sig manni, en glutruðu því svo niður á endasprettinum. Þrátt fyrir að niðurstaðan væri einungis 0,4 prósentustigum lakari en í kosningunum 2001 og flokkurinn fengi 6 prósent atkvæða tapaði hann einum manni. Þegar Holger K. Nielsen, formaður Sósíalíska þjóðarflokksins, tilkynnti um afsögn sína sagði hann að útkoman hefði ekki verið hræðileg, en hins vegar væri rétt af honum að segja af sér. Þá gæfist nýjum formanni gott ráðrúm til að styrkja sig í flokknum fyrir næstu kosningar. Varaformaðurinn Trine Bendix sagði strax að það þyrfti að gerbreyta öllum flokknum. Sérstaklega þyrfti að hafa í huga hvað væri hægt að gera til að fá yngra fólk og konur í foringjahóp flokksins og segir hún að gjarnan vildi hún sjá unga konu í formannsstólnum. Hún passar við eigin lýsingu, er aðeins 36 ára, en neitar því alfarið að hún hafi með þessu verið að bjóða sig fram í formanninn. Það er enginn augljós erfðarprins, eða prinsessa, sem bíður á hliðarlínunni. Nielsen vill ekki nefna eftirmann sinn og segir að fyrrum formaður, Gert Petersen, hafi heldur ekki gert slíkt fyrir 14 árum þegar Nielsen tók við formannsembættinu. Það hafi reynst flokknum vel. Í Jafnaðarmannaflokknum er reiknað með mjög harðri baráttu um formannssætið eftir að Mogens Lykketoft sagði af sér, meira að segja áður en endanlegar tölur voru birtar á kosningakvöldinu, þann 8. febrúar. Flokkurinn fékk 25,9 prósenta fylgi og 47 þingmenn, missti 3,2 prósentustig frá síðustu kosningum og 5 þingmenn. Jafnaðarmannaflokkurinn er því sá flokkur sem tapaði mestu fylgi í þessum kosningum, sem var áfall fyrir hann og formanninn. Stjórnmálaskýrendur í Danmörku eru strax farnir að vara við því að stórátök séu í aðsigi innan flokksins í komandi formannskosningu. Rætur átakanna er að finna í formannskjörinu 1992, þegar Poul Nyrup Rasmussen bauð sig fram til formanns gegn þáverandi formanni, Svend Auken. Með loforði um að koma flokknum aftur til valda eftir áratug í stjórnarandstöðu sigraði Poul Nyrup, en það var í fyrsta sinn í sögu flokksins sem sitjandi formaður var felldur í formannskjöri. Poul Nyrup varð forsætisráðherra 1993 og kom jafnaðarmönnum í ríkisstjórn, allt þar til kosningarnar töpuðust 2001 og hann sagði af sér. En með formannskjörinu 1992 er hann sagður hafa klofið flokkinn í tvennt og að sá klofningur sé ekki að saumast saman. Lykketoft er sagður hafa staðið utan við þær deilur, en með því að hann segir nú af sér, eru deilurnar sagðar magnast upp aftur. Mörg nöfn hafa þegar verið nefnd sem væntanlegir arftakar Lykketoft. Á öðrum vængnum eru tveir fyrrum dómsmálaráðherrar, Frank Jensen og Pia Gjellerup. Á hinum vængnum er fyrrum varnarmálaráðherra, Jan Troejborg, og fyrrum sjávarútvegsráðherra, Henrik Dam Kristensen. Jensen lýsti því yfir strax á þriðjudagskvöldið að hann vildi gjarnan taka við flokknum, ef það yrði ekki til þess að hann myndi klofna endanlega. Margir vilja þó líta til yngri kynslóðar jafnaðarmanna, sem gæti náðst sátt um af báðum hliðum. Af þeim eru nefnd Mette Frederiksen, Jeppe Kofoed, Morten Boedskov og Henrik Sass Larsen. Sú fyrstnefnda varð hlutskörpust í skoðanakönnun sem DR gerði á heimasíðu sinni um hver ætti að taka við formennsku í flokknum, en hún segist ekki hafa áhuga. Varaformaðurinn Lotte Bundsgaard hefur þegar tilkynnt að hún hafi ekki áhuga á embættinu. Varaformenn tveggja þessara flokka sem nú eru án formanns hafa því lýst yfir að þeir sækist ekki eftir formannsembættinu. Óvíst er hvort hinir tveir flokkarnir þurfi formann, það er ef þeir verða lagðir niður. Það myndi væntanlega sæta tíðindum hér á landi ef varaformenn stjórnmálaflokkanna myndu ekki sækjast eftir því að verða formenn. Talað er um Geir H. Haarde sem líklegastan formann Sjálfstæðisflokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sækist nú eftir formannsembætti Samfylkingar, Guðni Ágústsson hefur haft orð á því að hann væri ekki afhuga embætti formanns Framsóknarflokksins og Magnús Þór Hafsteinsson þykir hafa metnað í formann Frjálslynda flokksins. Ekki þykir heldur ólíklegt að Ögmundur Jónasson gæti hugsað sér að setjast í stól Steingríms J. Sigfússonar, ef Steingrímur stæði óvænt upp.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun