Um 55% bóta eftir læknismeðferð 10. febrúar 2005 00:01 Um 55 prósent bótamála sjúklingatrygginga hjá Tryggingastofnun ríkisins fellur undir lagaákvæði um að "ekki hafi verið staðið eins vel að læknismeðferð og unnt var," eins og Una Björk Ómarsdóttir orðar það á vef TR. Af þeim málum sem samþykkt voru bótaskyld samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu 2001 - 2004 féllu 42 undir ofangreindan flokk en 35 undir að "um væri að ræða fylgikvilla meðferðar sem ekki hefði verið hægt að komast hjá." Flest málanna vörðuðu bæklunarskurðlækningar, skurðlækningar og kvensjúkdóma og fæðingarhjálp. Þetta kemur meðal annars fram í ársskýrslu TR 2001 - 2004 um sjúklingatryggingar. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir sagði vegna fjölda bótamála eftir læknismeðferð að þessi mál væri ekki hægt að flokka á einu bretti undir læknamistök þar sem grunur léki á stórkostlegri vanrækslu heilbrigðisstarfsmanns í starfi og jafnvel málshöfðun. Þarna væri spurningin um bætur vegna þess að meðferð hefði eftir á að hyggja getað verið öðruvísi og hugsanlegt að hlutirnir hefðu komið betur út. Í einstökum tilvikum gætu einstaklingar leitað bæði til TR og landlæknisembættisins með mál sín, en það væri ekki algilt. Lög um sjúklingatryggingu tóku gildi 1. janúar 2001 og samkvæmt þeim eru þeir sjúklingar tryggðir sem verða fyrir líkamlegu eða geðrænu tjóni í tengslum við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð. Alls bárust Tryggingastofnun 84 umsóknir árið 2004 og voru 45 þeirra samþykktar, en 39 synjað. Heildarbótagreiðslur námu ríflega 37 milljónum króna. Tryggingastofnun gagnrýnir að hámark bóta sé ekki hærra en raun ber vitni, en það er tæpar 5,7 milljónir króna. Þetta þýði að þeir sem verði fyrir miklu tjóni fái það ekki bætt að fullu, en hinir sem verði fyrir minna tjóni fái það að fullu bætt. HEILDARBÓTAGREIÐSLUR 2001 76.268 2002 1.507.056 2003 11.596.014 2004 37.634.679 Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Um 55 prósent bótamála sjúklingatrygginga hjá Tryggingastofnun ríkisins fellur undir lagaákvæði um að "ekki hafi verið staðið eins vel að læknismeðferð og unnt var," eins og Una Björk Ómarsdóttir orðar það á vef TR. Af þeim málum sem samþykkt voru bótaskyld samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu 2001 - 2004 féllu 42 undir ofangreindan flokk en 35 undir að "um væri að ræða fylgikvilla meðferðar sem ekki hefði verið hægt að komast hjá." Flest málanna vörðuðu bæklunarskurðlækningar, skurðlækningar og kvensjúkdóma og fæðingarhjálp. Þetta kemur meðal annars fram í ársskýrslu TR 2001 - 2004 um sjúklingatryggingar. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir sagði vegna fjölda bótamála eftir læknismeðferð að þessi mál væri ekki hægt að flokka á einu bretti undir læknamistök þar sem grunur léki á stórkostlegri vanrækslu heilbrigðisstarfsmanns í starfi og jafnvel málshöfðun. Þarna væri spurningin um bætur vegna þess að meðferð hefði eftir á að hyggja getað verið öðruvísi og hugsanlegt að hlutirnir hefðu komið betur út. Í einstökum tilvikum gætu einstaklingar leitað bæði til TR og landlæknisembættisins með mál sín, en það væri ekki algilt. Lög um sjúklingatryggingu tóku gildi 1. janúar 2001 og samkvæmt þeim eru þeir sjúklingar tryggðir sem verða fyrir líkamlegu eða geðrænu tjóni í tengslum við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð. Alls bárust Tryggingastofnun 84 umsóknir árið 2004 og voru 45 þeirra samþykktar, en 39 synjað. Heildarbótagreiðslur námu ríflega 37 milljónum króna. Tryggingastofnun gagnrýnir að hámark bóta sé ekki hærra en raun ber vitni, en það er tæpar 5,7 milljónir króna. Þetta þýði að þeir sem verði fyrir miklu tjóni fái það ekki bætt að fullu, en hinir sem verði fyrir minna tjóni fái það að fullu bætt. HEILDARBÓTAGREIÐSLUR 2001 76.268 2002 1.507.056 2003 11.596.014 2004 37.634.679
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira