Lið ÍBV kostar tugi milljóna 11. febrúar 2005 00:01 Það vakti gríðarlega athygli í vikunni þegar hið unga og óreynda kvennalið Gróttu/KR sló út atvinnumannalið ÍBV í undanúrslitum SS-bikarsins í Vestmannaeyjum. Úrslitin eru mikið áfall fyrir handknattleiksdeildina því rekstur deildarinnar er afar dýr enda margir erlendir leikmenn sem leika með karla- og kvennaliði félagsins. Það gera þeir ekki án greiðslu. Hlynur Sigmarsson og félagar í handknattleiksdeild ÍBV eru stórhuga í rekstrinum og þeir gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins að kvennaliðið komist í bikarúrslit. Með þeim áfanga tekst þeim að halda rekstrinum í jafnvægi. Það segir sig því sjálft að það er kjaftshögg fyrir deildina að komast ekki í úrslit í ár. "Þessi úrslit hafa mikil áhrif á reksturinn enda teflum við djarft og gerum ráð fyrir því að komast í bikarúrslitaleik. Við verðum af tæpum þrem milljónum króna þar sem við komumst ekki í Höllina og það er áfall," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, en hann eygir enn von um að bjarga tímabilinu þar sem karlaliðið er einnig í undanúrslitum en þeir leika gegn ÍR í dag. Sigur í dag bjargar því miklu fyrir deildina. Hlynur segir þessi úrslit samt ekki hafa áhrif á rekstur deildarinnar það sem eftir lifir vetrar. Enginn útlendingur verður sendur heim og Alfreð Finnsson verður ekki rekinn sem þjálfari kvennaliðsins. Hlutirnir verða aftur á móti endurskoðaðir í sumar. Stefna ÍBV að flytja inn fjölda útlendinga á hverju ári til þess að leika handbolta er ekki öllum að skapi og hafa margir gengið svo langt að segja að ÍBV kaupi sér titla með þessari stefnu sem sé ósanngjörn gagnvart öðrum liðum. Hlynur segir að þetta sé eina leiðin til þess að halda starfinu gangandi. "Þú færð ekki fólk til þess að vinna í kringum þetta ef þú ætlar að stilla upp miðlungsliði sem verður um miðja deild. Því spilum við til að vinna og fólk vill frekar vinna fyrir sigurlið en taplið," sagði Hlynur en hann játar fúslega að deildin sé að velta tugum milljóna á ári hverju og liðin hans eru heldur ekki ódýr. "Rekstur deildarinnar er á við gott fótboltalið enda erum við að velta tugum milljóna á ári. Liðin okkar eru ekki heldur ódýr en þau kosta tugi milljóna króna." Til að fólk átti sig betur á umfangi deildarinnar þá má launakostnaður úrvalsdeildarliðs í körfubolta á Íslandi ekki vera meiri en sex milljónir króna á ári. Á fastalandinu hefur verið talað um að handknattleiksdeild ÍBV sé dyggilega styrkt af útgerðunum í Vestmannaeyjum og því sé ekkert mál að reka deildina. ÍBV hafi betri aðgang að fjármagni en önnur félög. Það segir Hlynur að sé alrangt. "Við löbbum ekki inn i útgerðirnar og förum út með milljónir. Hlutirnir virka ekki þannig. Þetta hefst aftur á móti með mikilli vinnu duglegs fólks sem er tilbúið að leggja mikið á sig. Við stöndum fyrir alls konar uppákomum eins og böllum, sýningum og öðru. Svo bökum við líka kleinur og allt skilar þetta peningi í kassann," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV. Íslenski handboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Sjá meira
Það vakti gríðarlega athygli í vikunni þegar hið unga og óreynda kvennalið Gróttu/KR sló út atvinnumannalið ÍBV í undanúrslitum SS-bikarsins í Vestmannaeyjum. Úrslitin eru mikið áfall fyrir handknattleiksdeildina því rekstur deildarinnar er afar dýr enda margir erlendir leikmenn sem leika með karla- og kvennaliði félagsins. Það gera þeir ekki án greiðslu. Hlynur Sigmarsson og félagar í handknattleiksdeild ÍBV eru stórhuga í rekstrinum og þeir gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins að kvennaliðið komist í bikarúrslit. Með þeim áfanga tekst þeim að halda rekstrinum í jafnvægi. Það segir sig því sjálft að það er kjaftshögg fyrir deildina að komast ekki í úrslit í ár. "Þessi úrslit hafa mikil áhrif á reksturinn enda teflum við djarft og gerum ráð fyrir því að komast í bikarúrslitaleik. Við verðum af tæpum þrem milljónum króna þar sem við komumst ekki í Höllina og það er áfall," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, en hann eygir enn von um að bjarga tímabilinu þar sem karlaliðið er einnig í undanúrslitum en þeir leika gegn ÍR í dag. Sigur í dag bjargar því miklu fyrir deildina. Hlynur segir þessi úrslit samt ekki hafa áhrif á rekstur deildarinnar það sem eftir lifir vetrar. Enginn útlendingur verður sendur heim og Alfreð Finnsson verður ekki rekinn sem þjálfari kvennaliðsins. Hlutirnir verða aftur á móti endurskoðaðir í sumar. Stefna ÍBV að flytja inn fjölda útlendinga á hverju ári til þess að leika handbolta er ekki öllum að skapi og hafa margir gengið svo langt að segja að ÍBV kaupi sér titla með þessari stefnu sem sé ósanngjörn gagnvart öðrum liðum. Hlynur segir að þetta sé eina leiðin til þess að halda starfinu gangandi. "Þú færð ekki fólk til þess að vinna í kringum þetta ef þú ætlar að stilla upp miðlungsliði sem verður um miðja deild. Því spilum við til að vinna og fólk vill frekar vinna fyrir sigurlið en taplið," sagði Hlynur en hann játar fúslega að deildin sé að velta tugum milljóna á ári hverju og liðin hans eru heldur ekki ódýr. "Rekstur deildarinnar er á við gott fótboltalið enda erum við að velta tugum milljóna á ári. Liðin okkar eru ekki heldur ódýr en þau kosta tugi milljóna króna." Til að fólk átti sig betur á umfangi deildarinnar þá má launakostnaður úrvalsdeildarliðs í körfubolta á Íslandi ekki vera meiri en sex milljónir króna á ári. Á fastalandinu hefur verið talað um að handknattleiksdeild ÍBV sé dyggilega styrkt af útgerðunum í Vestmannaeyjum og því sé ekkert mál að reka deildina. ÍBV hafi betri aðgang að fjármagni en önnur félög. Það segir Hlynur að sé alrangt. "Við löbbum ekki inn i útgerðirnar og förum út með milljónir. Hlutirnir virka ekki þannig. Þetta hefst aftur á móti með mikilli vinnu duglegs fólks sem er tilbúið að leggja mikið á sig. Við stöndum fyrir alls konar uppákomum eins og böllum, sýningum og öðru. Svo bökum við líka kleinur og allt skilar þetta peningi í kassann," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti