Erlent

Hætta á fleiri kjarnorkuvopnum

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að ef þjóðir heims hertu ekki eftirlit og reglur um kjarnorkuvopn væri hætta á því að hvert landið af öðru kæmi sér upp slíkum vopnum. Annan lét þessi orð falla á ráðstefnu um öryggismál í Þýskalandi. Hann nefndi engin lönd á nafn en tilefni orða hans er augljóslega sá vandi sem alþjóða samfélagið stendur frammi fyrir gagnvart Íran og Norður-Kóreu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×