Hillary eða Condi? Þórlindur Kjartansson skrifar 13. febrúar 2005 00:01 Verðbólguvæntingar ráða meiru en verðbólgan - og í stjórnmálum ráða væntingar um framtíðina meiru heldur en staðan á hverjum tíma. Þetta gerir það að verkum að bandarískur forseti sem situr sitt síðara kjörtímabil hefur gjarnan verið talinn eiga erfitt með að athafna sig, enda koma lög í veg fyrir að viðkomandi geti boðið sig fram í þriðja sinn. Forsetar á síðara kjörtímabili hafa því stundum verið kallaðir "lame ducks" - eða "auðveldar bráðir."´Stuðningsmenn flokkanna hætta að sýna forsetanum skilyrðislausa hollustu en flytja hana frekar yfir á rísandi stjörnur sem taldar eru eiga bjarta framtíð fyrir sér. Það þarf því ekki að koma á óvart að þótt ekki séu liðnir nema rúmlega þrír mánuðir síðan George W. Bush vann sigur í kosningum þá eru margir þegar farnir að velta fyrir sér hverjir taki við kyndlinum eftir fjögur ár þegar kosið verður næst. Dick Cheney varaforseti hefur þegar gefið það út að hann muni ekki framar bjóða sig fram til pólitískra starfa og almennt er talið að hægt sé að ganga út frá þessu sem vísu. Afar ólíklegt er að Cheney ætti mikla möguleika sem forsetaframbjóðandi - til þess höfðar hann til alltof þröngs hóps. Í Repúblikanaflokknum hafa því margir bundið vonir við að Condoleezza Rice utanríkisráðherra taki slaginn 2008. Hún nýtur mikils trausts ráðandi afla í Repúblikanaflokknum, er orðin landsfræg og myndi þar að auki bjóða upp á einstakt tækifæri fyrir repúblikana til þess að sækja fylgi í hópa sem hingað til hafa stutt demókrata. Ef Rice yrði kjörinn forseti myndi það marka tvenn söguleg tímamót þar sem hún yrði fyrsta konan og fyrsti þeldökki Bandaríkjamaðurinn til að gegna forsetaembættinu. Þetta væru vitaskuld tíðindi þar sem Demókrataflokkurinn hefur í nokkra áratugi nánast haft einkarétt á jafnréttismálum. Hinn áhrifamikli kosningasérfræðingur, Dick Morris, skrifaði í síðustu viku grein þar sem hann færði rök fyrir því að Rice væri einmitt sterkasti mótleikur Repúblikana gegn hugsanlegu framboði Hillary Clinton. Ef Hillary verður útnefnd sem forsetaefni demókrata og Rice hjá repúblikönum er ljóst að mikilvægur múr verður rofinn í jafnréttisbaráttu kynjanna þar sem öruggt yrði að 44. forseti Bandaríkjanna yrði kona. Sá áfangi yrði ekki aðeins mikilvægur í Bandaríkjunum því áhrifanna myndi gæta um um öll Vesturlönd þar sem bandaríska forsetaembættið er hið valdamesta í heimi. Væntingar í Bandaríkjunum benda ákveðið til þess að Hillary Clinton verði frambjóðandi Demókrataflokksins í kosningunum 2008. Á veðmálasíðunni Tradesports er hún langefst meðal líklegra frambjóðandi og eru líkurnar á því að demókratar velji hana talda 35 prósent. Næstur í röðinni er Evan Bayeh með um tíu prósent en þar á eftir kemur þeir John Edwards. Það segir hins vegar sennilega meira að íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa nú í nokkur ár varið óheyrilegum tíma og fjármunum í nærri linnulausa rógsherferð á hendur Hillary Clinton. Í þeirra herbúðum er það greinilega talið fyirhafnarinnar virði sem bendir til þess að þeir óttist mjög að vinsældir hennar dugi henni til að tryggja sér sigur í forsestakosningum. Sú hugmynd að Condoleezza Rice verði frambjóðandi Repúblikana þykir ekki eins líkleg í augnablikinu. Ræður þar vafalaust mestu að stór hluti af kjarnafylgi Repúblikanaflokksins er tæpast líklegur til þess að fella sig við þá hugmynd að kjósa þeldökka konu í embættið. Á Tradesports eru þó taldar um sex prósent líkur á að hún nái kjöri. Líklegastir eru taldir þeir John McCain og Rudy Guiliani fyrrum borgarstjóri New York. Rice á hins vegar mörg færi í stöðunni. Hún virðist hafa alla burði til að eiga mjög farsælan feril sem utanríkisráðherra og - eins og áður sagði - þá getur Repúblikanaflokkurinn með þvi að velja hana slegið harkalega á þær raddir sem halda því fram að kynþátta- og kynjafordómar séu landlægir í flokknum. Ef Hilary verður frambjóðandi demókrata aukast líkurnar á því að Rice verði í framboði. Harðasti kjarninn í Repúblikanaflokknum hefur lært að hata Hillary Clinton svo heitt að þeir myndu nánast kjösa hvern sem er til að stöðva hana og auk þess myndi framboð konu úr röðum Repúblikana kæmi til með að núlla út það forskot sem kvenkyns frambjóðandi í hinum flokknum kynni að njóta meðal kjósenda sem telja timabært að einhverjir aðrir en miðaldra hvítir karlar gegni æðsta embætti þjóðarinnar.Þórlindur Kjartanssonthkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Verðbólguvæntingar ráða meiru en verðbólgan - og í stjórnmálum ráða væntingar um framtíðina meiru heldur en staðan á hverjum tíma. Þetta gerir það að verkum að bandarískur forseti sem situr sitt síðara kjörtímabil hefur gjarnan verið talinn eiga erfitt með að athafna sig, enda koma lög í veg fyrir að viðkomandi geti boðið sig fram í þriðja sinn. Forsetar á síðara kjörtímabili hafa því stundum verið kallaðir "lame ducks" - eða "auðveldar bráðir."´Stuðningsmenn flokkanna hætta að sýna forsetanum skilyrðislausa hollustu en flytja hana frekar yfir á rísandi stjörnur sem taldar eru eiga bjarta framtíð fyrir sér. Það þarf því ekki að koma á óvart að þótt ekki séu liðnir nema rúmlega þrír mánuðir síðan George W. Bush vann sigur í kosningum þá eru margir þegar farnir að velta fyrir sér hverjir taki við kyndlinum eftir fjögur ár þegar kosið verður næst. Dick Cheney varaforseti hefur þegar gefið það út að hann muni ekki framar bjóða sig fram til pólitískra starfa og almennt er talið að hægt sé að ganga út frá þessu sem vísu. Afar ólíklegt er að Cheney ætti mikla möguleika sem forsetaframbjóðandi - til þess höfðar hann til alltof þröngs hóps. Í Repúblikanaflokknum hafa því margir bundið vonir við að Condoleezza Rice utanríkisráðherra taki slaginn 2008. Hún nýtur mikils trausts ráðandi afla í Repúblikanaflokknum, er orðin landsfræg og myndi þar að auki bjóða upp á einstakt tækifæri fyrir repúblikana til þess að sækja fylgi í hópa sem hingað til hafa stutt demókrata. Ef Rice yrði kjörinn forseti myndi það marka tvenn söguleg tímamót þar sem hún yrði fyrsta konan og fyrsti þeldökki Bandaríkjamaðurinn til að gegna forsetaembættinu. Þetta væru vitaskuld tíðindi þar sem Demókrataflokkurinn hefur í nokkra áratugi nánast haft einkarétt á jafnréttismálum. Hinn áhrifamikli kosningasérfræðingur, Dick Morris, skrifaði í síðustu viku grein þar sem hann færði rök fyrir því að Rice væri einmitt sterkasti mótleikur Repúblikana gegn hugsanlegu framboði Hillary Clinton. Ef Hillary verður útnefnd sem forsetaefni demókrata og Rice hjá repúblikönum er ljóst að mikilvægur múr verður rofinn í jafnréttisbaráttu kynjanna þar sem öruggt yrði að 44. forseti Bandaríkjanna yrði kona. Sá áfangi yrði ekki aðeins mikilvægur í Bandaríkjunum því áhrifanna myndi gæta um um öll Vesturlönd þar sem bandaríska forsetaembættið er hið valdamesta í heimi. Væntingar í Bandaríkjunum benda ákveðið til þess að Hillary Clinton verði frambjóðandi Demókrataflokksins í kosningunum 2008. Á veðmálasíðunni Tradesports er hún langefst meðal líklegra frambjóðandi og eru líkurnar á því að demókratar velji hana talda 35 prósent. Næstur í röðinni er Evan Bayeh með um tíu prósent en þar á eftir kemur þeir John Edwards. Það segir hins vegar sennilega meira að íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa nú í nokkur ár varið óheyrilegum tíma og fjármunum í nærri linnulausa rógsherferð á hendur Hillary Clinton. Í þeirra herbúðum er það greinilega talið fyirhafnarinnar virði sem bendir til þess að þeir óttist mjög að vinsældir hennar dugi henni til að tryggja sér sigur í forsestakosningum. Sú hugmynd að Condoleezza Rice verði frambjóðandi Repúblikana þykir ekki eins líkleg í augnablikinu. Ræður þar vafalaust mestu að stór hluti af kjarnafylgi Repúblikanaflokksins er tæpast líklegur til þess að fella sig við þá hugmynd að kjósa þeldökka konu í embættið. Á Tradesports eru þó taldar um sex prósent líkur á að hún nái kjöri. Líklegastir eru taldir þeir John McCain og Rudy Guiliani fyrrum borgarstjóri New York. Rice á hins vegar mörg færi í stöðunni. Hún virðist hafa alla burði til að eiga mjög farsælan feril sem utanríkisráðherra og - eins og áður sagði - þá getur Repúblikanaflokkurinn með þvi að velja hana slegið harkalega á þær raddir sem halda því fram að kynþátta- og kynjafordómar séu landlægir í flokknum. Ef Hilary verður frambjóðandi demókrata aukast líkurnar á því að Rice verði í framboði. Harðasti kjarninn í Repúblikanaflokknum hefur lært að hata Hillary Clinton svo heitt að þeir myndu nánast kjösa hvern sem er til að stöðva hana og auk þess myndi framboð konu úr röðum Repúblikana kæmi til með að núlla út það forskot sem kvenkyns frambjóðandi í hinum flokknum kynni að njóta meðal kjósenda sem telja timabært að einhverjir aðrir en miðaldra hvítir karlar gegni æðsta embætti þjóðarinnar.Þórlindur Kjartanssonthkjart@frettabladid.is
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar