Grátandi börn fara hjalandi heim 15. febrúar 2005 00:01 Nýlega var staddur hér á landi Thomas Atlee, sérfræðingur í höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, en hann hefur rekið og veitt forstöðu skóla í London í 20 ár þar sem meðferðin er kennd. Thomas hefur komið hingað reglulega frá árinu 1991 og haldið námskeið og útskrifað fjölda íslenskra nemenda í þessum fræðum. Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, öðru nafni cranio, nýtur vaxandi vinsælda, en í hverju felst þessi meðferð? "Markmiðið er að koma á heilbrigði og jafnvægi á öllum sviðum," segir Thomas. "Meðferðin felst í mildri snertingu en áhrifin eru mjög kröftug og hafa djúpstæð áhrif. Með snertingunni getum við fundið hvar spennan er í líkamanum og virkjað hann sjálfan til að losa um stíflur. Líkaminn hefur einmitt hæfileika til að lækna sig sjálfur, en uppsöfnuð spenna og streita getur hinsvegar komið í veg fyrir að honum takist það. Cranio virkjar þennan innbyggða hæfileika þannig að orkan streymir óhindruð um líkamann." Með cranio er hægt að takast á við hverskonar kvilla, hvort sem er líkamlega eða andlega. "Við getum læknað streitu, háls-, höfuð- og bakverki, meltingarsjúkdóma og þunglyndi svo fátt eitt sé nefnt. Við meðhöndlum líka ungbörn með góðum árangri,en fæðingin sjálf er einmitt algeng ástæða fyrir vandamálum fólks síðar á lífsleiðinni. Fæðingin getur verið erfið og átakamikil og oft fáum við börn til meðferðar sem gráta mikið án sjáanlegrar ástæðu. Læknar segja eðlilegt að ungbörn gráti, en barn grætur ekki nema einhver ástæða sé fyrir því. Með cranio finnum við hvort barn á erfitt eftir fæðinguna og getum komið á jafnvægi. Það er stanslaus straumur til okkar af mæðrum sem koma örmagna með börnin sín sem gráta látlaust og yndislegt að horfa á þau fara brosandi og hamingjusöm út aftur." Thomas segir að ofvirkni og hegðunarvandmál barna og unglinga megi oft rekja til áfalls í fæðingu og cranio geti læknað þessi börn. "Það verður auðvitað að skoða hvert tilfelli fyrir sig og stundum þarf að koma til frekari meðferð samhliða, en þarna, eins og á öðrum sviðum, höfum við náð undraverðum árangri." Heimasíða Félags höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara á Íslandi er www.cranio Heilsa Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira
Nýlega var staddur hér á landi Thomas Atlee, sérfræðingur í höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, en hann hefur rekið og veitt forstöðu skóla í London í 20 ár þar sem meðferðin er kennd. Thomas hefur komið hingað reglulega frá árinu 1991 og haldið námskeið og útskrifað fjölda íslenskra nemenda í þessum fræðum. Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, öðru nafni cranio, nýtur vaxandi vinsælda, en í hverju felst þessi meðferð? "Markmiðið er að koma á heilbrigði og jafnvægi á öllum sviðum," segir Thomas. "Meðferðin felst í mildri snertingu en áhrifin eru mjög kröftug og hafa djúpstæð áhrif. Með snertingunni getum við fundið hvar spennan er í líkamanum og virkjað hann sjálfan til að losa um stíflur. Líkaminn hefur einmitt hæfileika til að lækna sig sjálfur, en uppsöfnuð spenna og streita getur hinsvegar komið í veg fyrir að honum takist það. Cranio virkjar þennan innbyggða hæfileika þannig að orkan streymir óhindruð um líkamann." Með cranio er hægt að takast á við hverskonar kvilla, hvort sem er líkamlega eða andlega. "Við getum læknað streitu, háls-, höfuð- og bakverki, meltingarsjúkdóma og þunglyndi svo fátt eitt sé nefnt. Við meðhöndlum líka ungbörn með góðum árangri,en fæðingin sjálf er einmitt algeng ástæða fyrir vandamálum fólks síðar á lífsleiðinni. Fæðingin getur verið erfið og átakamikil og oft fáum við börn til meðferðar sem gráta mikið án sjáanlegrar ástæðu. Læknar segja eðlilegt að ungbörn gráti, en barn grætur ekki nema einhver ástæða sé fyrir því. Með cranio finnum við hvort barn á erfitt eftir fæðinguna og getum komið á jafnvægi. Það er stanslaus straumur til okkar af mæðrum sem koma örmagna með börnin sín sem gráta látlaust og yndislegt að horfa á þau fara brosandi og hamingjusöm út aftur." Thomas segir að ofvirkni og hegðunarvandmál barna og unglinga megi oft rekja til áfalls í fæðingu og cranio geti læknað þessi börn. "Það verður auðvitað að skoða hvert tilfelli fyrir sig og stundum þarf að koma til frekari meðferð samhliða, en þarna, eins og á öðrum sviðum, höfum við náð undraverðum árangri." Heimasíða Félags höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara á Íslandi er www.cranio
Heilsa Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira