Erlent

Munu brátt geta smíðað kjarnavopn

Ísraelsstjórn heldur því fram að aðeins sé hálft ár þar til stjórnvöld í Íran verði búin að koma sér upp allri þeirri þekkingu sem þau skortir nú til að smíða kjarnorkuvopn. Silvan Shalom, utanríkisráðherra Ísraels, segir að það skipti ekki máli nákvæmlega hvenær Íranar verði búnir að smíða kjarnorkusprengju, aðalatriðið sé hvenær þeir verði búnir að viða að sér nægilegri þekkingu til að gera það. Hann segir að aðeins sé um sex mánuðir þar til öllum kjarnorkutilraunum í Írak verður lokið og þá verði ekki aftur snúið - þekkingin verði til staðar, hvenær svo sem henni verður beitt til að smíða kjarnorkuvopn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×