Öll spjót standa á Sýrlandsstjórn 16. febrúar 2005 00:01 Öll spjót standa nú á Sýrlandsstjórn í kjölfar morðárásarinnar á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, á mánudag enda leikur grunur á að hún hafi staðið á bak við árásina. Stjórnvöld í Sýrlandi og Íran bundust í dag samtökum um að standa saman andspænis hótunum Bandaríkjastjórnar. Það er til marks um hversu viðkvæmt ástandið er orðið í þessum heimshluta að um tíma í dag héldu allir að nýtt stríð væri hafið - nú í Íran. Fregnir bárust nefnilega af því að flugskeyti frá óþekktri flugvél hefði lent í suðurhluta Írans, skammt frá þeim stað þar sem Íranir eru að byggja kjarnorkuver. Heimsbyggðin hélt niðri í sér andanum í um klukkustund eða þar til upplýstist að verið var að sprengja fyrir stíflu og flugskeyti kom þar ekki nærri. Það segir hins vegar mikla sögu að mönnum brá ekkert sérstaklega við þessar fregnir og töldu þetta eðlilega framvindu mála, enda er ljóst að Íran er efst á óvinalista Bandaríkjastjórnar um þessar mundir. Það upplýstist einnig í dag og þótti staðfesta þetta ófremdarástand að ómannaðar, bandarískar njósnaflaugar hafa í um árabil reglulega flogið yfir Íran til að safna upplýsingum um kjarnorkuáætlun landsins. En Íran er ekki eina landið á skotmarkalista Bandaríkjanna því morðárásin á Hariri í Líbanon hefur beint sjónum manna að öðru óvinaríki Bandaríkjanna: Sýrlandi. Bandaríkjastjórn telur víst að stjórnvöld í Sýrlandi hafi á einhvern hátt staðið að baki árásinni, beint eða óbeint, og hefur kallað sendiherra sinn heim. Í kjölfarið hafa Sameinuðu þjóðirnar ítrekað kröfur um að Sýrlendingar dragi hersveitir sínar, alls um fimmtán þúsund hermenn, út úr Líbanon. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkajannna, sagði í dag að atburðurinn í Líbanon hafi vissulega verið ástæða þess að sendiherrann var kallaður heim. „Við erum ekki að ásaka neinn. Það þarf að rannsaka þetta og það er það sem skiptir máli,“ sagði Rice. Bush Bandaríkjaforseti og Rice hafa bæði ítrekað nefnt Sýrland sem eitt af harðstjórnarríkjum heims þar sem umbóta er þörf. Sýrland er einnig á lista Bandaríkjastjórnar sem eitt þeirra landa sem styður og fjármagnar hryðjuverkasamtök, Hamas, Hisbollah og Islamic Jihad. Það er tímanna tákn að forsvarsmenn Írans og Sýrlands, þessara tveggja helstu útlagaríkja heims - í augum Bandaríkjastjórnar í það minnsta - hittust á fundi í Tehran í dag þar sem þeir sammæltust um að standa saman gegn utanaðkomandi íhlutun. Naji Al-Otari, forsætisráðherra Sýrlands, sagði að þau úrlausnarefni sem Sýrlendingar og Íranar stæðu frammi fyrir krefðust þess að þjóðirnar stæðu saman gegn öllum þeim ógnunum sem að löndunum steðja. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz sprungin Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Sjá meira
Öll spjót standa nú á Sýrlandsstjórn í kjölfar morðárásarinnar á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, á mánudag enda leikur grunur á að hún hafi staðið á bak við árásina. Stjórnvöld í Sýrlandi og Íran bundust í dag samtökum um að standa saman andspænis hótunum Bandaríkjastjórnar. Það er til marks um hversu viðkvæmt ástandið er orðið í þessum heimshluta að um tíma í dag héldu allir að nýtt stríð væri hafið - nú í Íran. Fregnir bárust nefnilega af því að flugskeyti frá óþekktri flugvél hefði lent í suðurhluta Írans, skammt frá þeim stað þar sem Íranir eru að byggja kjarnorkuver. Heimsbyggðin hélt niðri í sér andanum í um klukkustund eða þar til upplýstist að verið var að sprengja fyrir stíflu og flugskeyti kom þar ekki nærri. Það segir hins vegar mikla sögu að mönnum brá ekkert sérstaklega við þessar fregnir og töldu þetta eðlilega framvindu mála, enda er ljóst að Íran er efst á óvinalista Bandaríkjastjórnar um þessar mundir. Það upplýstist einnig í dag og þótti staðfesta þetta ófremdarástand að ómannaðar, bandarískar njósnaflaugar hafa í um árabil reglulega flogið yfir Íran til að safna upplýsingum um kjarnorkuáætlun landsins. En Íran er ekki eina landið á skotmarkalista Bandaríkjanna því morðárásin á Hariri í Líbanon hefur beint sjónum manna að öðru óvinaríki Bandaríkjanna: Sýrlandi. Bandaríkjastjórn telur víst að stjórnvöld í Sýrlandi hafi á einhvern hátt staðið að baki árásinni, beint eða óbeint, og hefur kallað sendiherra sinn heim. Í kjölfarið hafa Sameinuðu þjóðirnar ítrekað kröfur um að Sýrlendingar dragi hersveitir sínar, alls um fimmtán þúsund hermenn, út úr Líbanon. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkajannna, sagði í dag að atburðurinn í Líbanon hafi vissulega verið ástæða þess að sendiherrann var kallaður heim. „Við erum ekki að ásaka neinn. Það þarf að rannsaka þetta og það er það sem skiptir máli,“ sagði Rice. Bush Bandaríkjaforseti og Rice hafa bæði ítrekað nefnt Sýrland sem eitt af harðstjórnarríkjum heims þar sem umbóta er þörf. Sýrland er einnig á lista Bandaríkjastjórnar sem eitt þeirra landa sem styður og fjármagnar hryðjuverkasamtök, Hamas, Hisbollah og Islamic Jihad. Það er tímanna tákn að forsvarsmenn Írans og Sýrlands, þessara tveggja helstu útlagaríkja heims - í augum Bandaríkjastjórnar í það minnsta - hittust á fundi í Tehran í dag þar sem þeir sammæltust um að standa saman gegn utanaðkomandi íhlutun. Naji Al-Otari, forsætisráðherra Sýrlands, sagði að þau úrlausnarefni sem Sýrlendingar og Íranar stæðu frammi fyrir krefðust þess að þjóðirnar stæðu saman gegn öllum þeim ógnunum sem að löndunum steðja.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz sprungin Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Sjá meira