Ríkissaksóknari ósáttur 16. febrúar 2005 00:01 Ríkissaksóknari segir það óásættanlegt að sýslumenn skuli leggja fram ákærur í málum, mörgum mánuðum eftir að rannsókn ljúki. Hann segir það grundvallaratriði að embættin fái nægilegt mannafl og fjármuni til að geta uppfyllt lagakröfur um meðferð opinberra mála. Héraðsdómur Reykjaness snupraði sýslumanninn í Hafnarfirði í síðustu viku í dómi gegn tveimur unglingum sem voru 17 ára þegar þeir frömdu afbrot. Piltarnir voru ákærðir 14 mánuðum eftir að rannsókn málsins lauk og fyrir vikið var refsingu þeirra frestað. Dómari málsins sagði að þessi dráttur væri óhæfilegur og óskýrður og bryti í bága við lög, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Ríkissaksóknari, Bogi Nilsson, hefur eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá lögreglustjórum landsins. Hann segir svoan mikinn drátt ekki stórt vandamál en hann viðurkennir þó að hann sé fyrir hendi og nauðsynlegt sé að vinna á honum.Bogi segir að dómstólar hafi fundið að þessu hjá sýslumönnum landsins áður og segir hann þetta ástand alls ekki ásættanlegt. Bogi segist ræða við sýslumenn þegar dómstólar komi með aðfinnslur af þessum toga en vill ekki útlista nánar hvað þeim fari á milli. Þá segist hann halda fundi með lögreglustjórum landsins að minnsta kosti árlega þar sem málsmeðferðarhraði sé ræddur. Hann segir það stundum koma fyrir að það mörg mál komi upp hjá embættunum að þau ráði ekki við verkefnin þá stundina. Bogi vill ekki taka afstöðu til þess hvort embættin skorti fé til þess að geta sinnt verkefnum sínum lögum samkvæmt en hann segir grundvallaratriði að embættin ráði yfir mannafla til að sinna verkefnum sínum. „Þá kemur náttúrlega að fjárveitingavaldinu, þ.e. að embættin hafi úr nógu að spila, því ekki gera þau neina samninga um mannaráðningar án þess að hafa til þess heimildir,“ segir Bogi. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Hlýnar um helgina Veður Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Ríkissaksóknari segir það óásættanlegt að sýslumenn skuli leggja fram ákærur í málum, mörgum mánuðum eftir að rannsókn ljúki. Hann segir það grundvallaratriði að embættin fái nægilegt mannafl og fjármuni til að geta uppfyllt lagakröfur um meðferð opinberra mála. Héraðsdómur Reykjaness snupraði sýslumanninn í Hafnarfirði í síðustu viku í dómi gegn tveimur unglingum sem voru 17 ára þegar þeir frömdu afbrot. Piltarnir voru ákærðir 14 mánuðum eftir að rannsókn málsins lauk og fyrir vikið var refsingu þeirra frestað. Dómari málsins sagði að þessi dráttur væri óhæfilegur og óskýrður og bryti í bága við lög, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Ríkissaksóknari, Bogi Nilsson, hefur eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá lögreglustjórum landsins. Hann segir svoan mikinn drátt ekki stórt vandamál en hann viðurkennir þó að hann sé fyrir hendi og nauðsynlegt sé að vinna á honum.Bogi segir að dómstólar hafi fundið að þessu hjá sýslumönnum landsins áður og segir hann þetta ástand alls ekki ásættanlegt. Bogi segist ræða við sýslumenn þegar dómstólar komi með aðfinnslur af þessum toga en vill ekki útlista nánar hvað þeim fari á milli. Þá segist hann halda fundi með lögreglustjórum landsins að minnsta kosti árlega þar sem málsmeðferðarhraði sé ræddur. Hann segir það stundum koma fyrir að það mörg mál komi upp hjá embættunum að þau ráði ekki við verkefnin þá stundina. Bogi vill ekki taka afstöðu til þess hvort embættin skorti fé til þess að geta sinnt verkefnum sínum lögum samkvæmt en hann segir grundvallaratriði að embættin ráði yfir mannafla til að sinna verkefnum sínum. „Þá kemur náttúrlega að fjárveitingavaldinu, þ.e. að embættin hafi úr nógu að spila, því ekki gera þau neina samninga um mannaráðningar án þess að hafa til þess heimildir,“ segir Bogi.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Hlýnar um helgina Veður Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira