Erlent

Fellur portúgalska ríkisstjórnin?

Portúgalska ríkisstjórnin mun falla í þingkosningunum um næstu helgi ef marka má skoðanakannanir þar í landi. Jafnaðarmannaflokkurinn sem er í stjórnarandstöðu hefur töluvert forskot á sósíaldemókrata, sem leiða ríkisstjórnina, og samkvæmt sumum könnunum myndu jafnaðarmenn ná hreinum meirihluta ef kosið yrði nú. Helstu kosningamálin eru bættur efnahagur og pólitískur stöðugleiki en forseti Portúgals, Jorge Sampaio, ákvað að blása til kosninga því honum fannst skorta slíkan stöðugleika hjá sitjandi ríkisstjórn. Ef ný ríkisstjórn verður mynduð í kjölfar kosninganna yrði það sú fjórða á síðustu þremur árum í Portúgal.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×