Lögreglustjóri átalinn harðlega 17. febrúar 2005 00:01 Karlmanni voru í dag dæmdar bætur vegna ámælisverðra vinnubragða lögreglunnar í Reykjavík. Hann lá í tvö og hálft ár undir grun um refsiverðan verknað án þess að ákæra væri gefin út. Hæstiréttur átelur lögreglustjórann í Reykjavík harðlega fyrir sleifarlagið og segir þessi vinnubrögð brot á friði mannsins og æru hans. Maðurinn var kærður til lögreglu í október árið 1999 vegna gruns um fjárdrátt. Hann sat í gæsluvarðhaldi í um viku vegna málsins en ákæra á hendur honum var síðan ekki gefin út fyrr en í mars 2002 eða tveimur og hálfu ári eftir að málið er tilkynnt til lögreglu. Hann var síðar sýknaður af ákærunni vorið 2002. Maðurinn krafðist bóta vegna gæsluvarðhaldsins sem hann sætti. Hæstiréttur fellst ekki á það en telur hins vegar að rannsókn málsins hafi ekki verið með eðlilegum hraða og að þessi dráttur sé óhóflegur og verði ekki skýrður með manneklu hjá lögreglustjóraembættinu en lögreglustjórinn afsakaði seinaganginn með því að lögreglumaðurinn sem annaðist rannsókn málsins hafi farið til Bosníu í níu mánuði og málið því beðið á meðan. Hæstiréttur dæmir manninum hálfa milljón króna í bætur og segir drátt lögreglustjórans vera brot á friði mannsins og æru. Þetta er í annað sinn á innan við viku sem dómstólar landsins snupra lögregluyfirvöld fyrir seinagang í vinnubrögðum. Í síðustu viku setti Héraðsdómur Reykjaness ofan í við sýslumanninn í Hafnarfirði fyrir seinagang, sem væri brot á lögum, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að svona óeðlilegur dráttur ætti sér stað af og til. Það væri óásættanlegt en til að koma í veg fyrir slíkt þyrftu sýslumannsembættin að ráða yfir nægilegum mannafla. Slíkt væri alltaf spurning um fjárveitingu til embættanna. Fréttastofa ákvað því að leita til yfirmanns sýslumanna landsins, Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Hann vildi hins vegar ekki veita viðtal en sagði að aldrei væri hægt að komast algjörlega hjá því að svona mál kæmu upp og þetta væri rætt reglulega í ráðuneytinu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þær ákúrur sem dómstólar hefðu veitt sýslumönnum vegna vinnubragða sem brjóta gegn lögum og stjórnarskrá lýðveldisins. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Karlmanni voru í dag dæmdar bætur vegna ámælisverðra vinnubragða lögreglunnar í Reykjavík. Hann lá í tvö og hálft ár undir grun um refsiverðan verknað án þess að ákæra væri gefin út. Hæstiréttur átelur lögreglustjórann í Reykjavík harðlega fyrir sleifarlagið og segir þessi vinnubrögð brot á friði mannsins og æru hans. Maðurinn var kærður til lögreglu í október árið 1999 vegna gruns um fjárdrátt. Hann sat í gæsluvarðhaldi í um viku vegna málsins en ákæra á hendur honum var síðan ekki gefin út fyrr en í mars 2002 eða tveimur og hálfu ári eftir að málið er tilkynnt til lögreglu. Hann var síðar sýknaður af ákærunni vorið 2002. Maðurinn krafðist bóta vegna gæsluvarðhaldsins sem hann sætti. Hæstiréttur fellst ekki á það en telur hins vegar að rannsókn málsins hafi ekki verið með eðlilegum hraða og að þessi dráttur sé óhóflegur og verði ekki skýrður með manneklu hjá lögreglustjóraembættinu en lögreglustjórinn afsakaði seinaganginn með því að lögreglumaðurinn sem annaðist rannsókn málsins hafi farið til Bosníu í níu mánuði og málið því beðið á meðan. Hæstiréttur dæmir manninum hálfa milljón króna í bætur og segir drátt lögreglustjórans vera brot á friði mannsins og æru. Þetta er í annað sinn á innan við viku sem dómstólar landsins snupra lögregluyfirvöld fyrir seinagang í vinnubrögðum. Í síðustu viku setti Héraðsdómur Reykjaness ofan í við sýslumanninn í Hafnarfirði fyrir seinagang, sem væri brot á lögum, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að svona óeðlilegur dráttur ætti sér stað af og til. Það væri óásættanlegt en til að koma í veg fyrir slíkt þyrftu sýslumannsembættin að ráða yfir nægilegum mannafla. Slíkt væri alltaf spurning um fjárveitingu til embættanna. Fréttastofa ákvað því að leita til yfirmanns sýslumanna landsins, Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Hann vildi hins vegar ekki veita viðtal en sagði að aldrei væri hægt að komast algjörlega hjá því að svona mál kæmu upp og þetta væri rætt reglulega í ráðuneytinu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þær ákúrur sem dómstólar hefðu veitt sýslumönnum vegna vinnubragða sem brjóta gegn lögum og stjórnarskrá lýðveldisins.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira