Fangelsi og 30 milljóna sekt 21. febrúar 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvo menn til að greiða þrjátíu milljónir króna hvor í sekt og í fjögurra og fimm mánaða fangelsi fyrir stórfelld skattsvik og bókhaldsbrot. Fimmtugur maður var ákærður fyrir að hafa í sjálfstæðum atvinnurekstri sínum brotið gegn lögum um virðisaukaskatt með því að hafa á þriggja ára tímabili rangfært á skýrslum skilaskyldan skatt vegna sölu á skattskyldri þjónustu. Hann var sakaður um að hafa komið sér undan því að standa Sýslumanninum í Kópavogi skil á innheimtum fimm milljóna króna virðisaukaskatti. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ekki talið fram til skatts tekjur sínar af sjálfstæðri atvinnustarfsemi á árunum 2000 og 2001, samtals tæplega 21 milljón króna. Ennfremur fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að færa bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna starfsemi sinnar á árunum 1997 til 2001. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi og reyndist samvinnufús við lögreglurannsókn málsins. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Samkvæmt lögum skulu brot vegna vanskila á virðisaukaskatti og tekjuskatti aldri vera lægri en nemur tvöfaldri fjárhæð vanskilanna en heildarvanskil vegna brota mannsins námu 14,5 milljónir króna. Dómurinn dæmdi hann því til að greiða tæplega 30 milljónir í sekt í ríkissjóð og komi tólf mánaða fangelsi í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Annar maður á fertugsaldri var ákærður fyrir stórfelld skattalagabrot sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður fyrirtækis síns en hann stóð ekki skil á virðisaukaskatti á árunum 2001 til 2002, samtals rúmlega níu milljónir króna. Þá greiddi hann ekki lögum samkvæmt opinber gjöld sem haldið var eftir af launum starfsmanna, samtals rúmlega 6 milljónir. Hann játaði einnig brot sín fyrir dómi og var samvinnufús við að upplýsa málið og gekkst greiðlega við þeim sakargiftum sem hann var borinn. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu rúmlega 30 milljóna króna sektar. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvo menn til að greiða þrjátíu milljónir króna hvor í sekt og í fjögurra og fimm mánaða fangelsi fyrir stórfelld skattsvik og bókhaldsbrot. Fimmtugur maður var ákærður fyrir að hafa í sjálfstæðum atvinnurekstri sínum brotið gegn lögum um virðisaukaskatt með því að hafa á þriggja ára tímabili rangfært á skýrslum skilaskyldan skatt vegna sölu á skattskyldri þjónustu. Hann var sakaður um að hafa komið sér undan því að standa Sýslumanninum í Kópavogi skil á innheimtum fimm milljóna króna virðisaukaskatti. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ekki talið fram til skatts tekjur sínar af sjálfstæðri atvinnustarfsemi á árunum 2000 og 2001, samtals tæplega 21 milljón króna. Ennfremur fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að færa bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna starfsemi sinnar á árunum 1997 til 2001. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi og reyndist samvinnufús við lögreglurannsókn málsins. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Samkvæmt lögum skulu brot vegna vanskila á virðisaukaskatti og tekjuskatti aldri vera lægri en nemur tvöfaldri fjárhæð vanskilanna en heildarvanskil vegna brota mannsins námu 14,5 milljónir króna. Dómurinn dæmdi hann því til að greiða tæplega 30 milljónir í sekt í ríkissjóð og komi tólf mánaða fangelsi í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Annar maður á fertugsaldri var ákærður fyrir stórfelld skattalagabrot sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður fyrirtækis síns en hann stóð ekki skil á virðisaukaskatti á árunum 2001 til 2002, samtals rúmlega níu milljónir króna. Þá greiddi hann ekki lögum samkvæmt opinber gjöld sem haldið var eftir af launum starfsmanna, samtals rúmlega 6 milljónir. Hann játaði einnig brot sín fyrir dómi og var samvinnufús við að upplýsa málið og gekkst greiðlega við þeim sakargiftum sem hann var borinn. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu rúmlega 30 milljóna króna sektar.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira