Fangelsi og 30 milljóna sekt 21. febrúar 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvo menn til að greiða þrjátíu milljónir króna hvor í sekt og í fjögurra og fimm mánaða fangelsi fyrir stórfelld skattsvik og bókhaldsbrot. Fimmtugur maður var ákærður fyrir að hafa í sjálfstæðum atvinnurekstri sínum brotið gegn lögum um virðisaukaskatt með því að hafa á þriggja ára tímabili rangfært á skýrslum skilaskyldan skatt vegna sölu á skattskyldri þjónustu. Hann var sakaður um að hafa komið sér undan því að standa Sýslumanninum í Kópavogi skil á innheimtum fimm milljóna króna virðisaukaskatti. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ekki talið fram til skatts tekjur sínar af sjálfstæðri atvinnustarfsemi á árunum 2000 og 2001, samtals tæplega 21 milljón króna. Ennfremur fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að færa bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna starfsemi sinnar á árunum 1997 til 2001. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi og reyndist samvinnufús við lögreglurannsókn málsins. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Samkvæmt lögum skulu brot vegna vanskila á virðisaukaskatti og tekjuskatti aldri vera lægri en nemur tvöfaldri fjárhæð vanskilanna en heildarvanskil vegna brota mannsins námu 14,5 milljónir króna. Dómurinn dæmdi hann því til að greiða tæplega 30 milljónir í sekt í ríkissjóð og komi tólf mánaða fangelsi í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Annar maður á fertugsaldri var ákærður fyrir stórfelld skattalagabrot sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður fyrirtækis síns en hann stóð ekki skil á virðisaukaskatti á árunum 2001 til 2002, samtals rúmlega níu milljónir króna. Þá greiddi hann ekki lögum samkvæmt opinber gjöld sem haldið var eftir af launum starfsmanna, samtals rúmlega 6 milljónir. Hann játaði einnig brot sín fyrir dómi og var samvinnufús við að upplýsa málið og gekkst greiðlega við þeim sakargiftum sem hann var borinn. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu rúmlega 30 milljóna króna sektar. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvo menn til að greiða þrjátíu milljónir króna hvor í sekt og í fjögurra og fimm mánaða fangelsi fyrir stórfelld skattsvik og bókhaldsbrot. Fimmtugur maður var ákærður fyrir að hafa í sjálfstæðum atvinnurekstri sínum brotið gegn lögum um virðisaukaskatt með því að hafa á þriggja ára tímabili rangfært á skýrslum skilaskyldan skatt vegna sölu á skattskyldri þjónustu. Hann var sakaður um að hafa komið sér undan því að standa Sýslumanninum í Kópavogi skil á innheimtum fimm milljóna króna virðisaukaskatti. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ekki talið fram til skatts tekjur sínar af sjálfstæðri atvinnustarfsemi á árunum 2000 og 2001, samtals tæplega 21 milljón króna. Ennfremur fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að færa bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna starfsemi sinnar á árunum 1997 til 2001. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi og reyndist samvinnufús við lögreglurannsókn málsins. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Samkvæmt lögum skulu brot vegna vanskila á virðisaukaskatti og tekjuskatti aldri vera lægri en nemur tvöfaldri fjárhæð vanskilanna en heildarvanskil vegna brota mannsins námu 14,5 milljónir króna. Dómurinn dæmdi hann því til að greiða tæplega 30 milljónir í sekt í ríkissjóð og komi tólf mánaða fangelsi í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Annar maður á fertugsaldri var ákærður fyrir stórfelld skattalagabrot sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður fyrirtækis síns en hann stóð ekki skil á virðisaukaskatti á árunum 2001 til 2002, samtals rúmlega níu milljónir króna. Þá greiddi hann ekki lögum samkvæmt opinber gjöld sem haldið var eftir af launum starfsmanna, samtals rúmlega 6 milljónir. Hann játaði einnig brot sín fyrir dómi og var samvinnufús við að upplýsa málið og gekkst greiðlega við þeim sakargiftum sem hann var borinn. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu rúmlega 30 milljóna króna sektar.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira