Erlent

Endurnýjun lýðræðis í Rússlandi

George Bush Bandaríkjaforseti krefst þess að Rússar „endurnýi skuldbingu sína við lýðræði“, enda sé það forsenda þess að þjóðin þróist áfram sem Evrópuþjóð. Hann segir það ennfremur vera sameiginlegt markmið Bandaríkjanna og Evrópu að binda enda á átök Ísraela og Palestínumanna. Þetta kom fram í ræðu sem Bush hélt í Brussel í Belgíu í dag en það er fyrsti viðkomustaður hans í fimm daga Evrópureisu sem hófst í morgun. Forsetinn situr meðal annars kvöldverð með Jacques Chirac Frakklandsforseta í kvöld. Bush er talin ætla að nota tækifærið til að bæta samskipti sín við Evrópu sem biðu töluverða hnekki í kjölfar Íraksstríðsins. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×