Erlent

Viðræður um kjarnorkumál N-Kóreu?

Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, segist reiðubúinn að hefja viðræður um kjarnorkumál landsins á nýjan leik, að því gefnu að Bandaríkjamenn sýni af sér heilindi í slíkum viðræðum. Þá segir leiðtoginn einnig að uppfylla þurfi ákveðin skilyrði ef viðræðurnar eigi að hefjast á nýjan leik, en tiltekur ekki hver þau skilyrði séu. Frá árinu 2003 hafa Norður-Kóreumenn átt í viðræðum við Bandaríkjamenn, Japana, Kínverja, Rússa og Suður-Kóreu um hugsanlega afvopnun landsins í skiptum fyrir efnahagsaðstoð. Aðeins tólf dagar eru síðan þeir drógu sig út úr viðræðunum og lýstu því jafnframt yfir að þeir byggju yfir kjarnavopnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×