Erlent

Uppreisnarmennirnir vel að sér

Hópur uppreisnarmanna í Írak, sem hefur það að markmiði að skerða birgðir olíu, vatns og raforku í landinu, býr yfir mikilli þekkingu á innviðum orkumála í höfuðborginni Bagdad. Dagblaðið New York Times hefur eftir embættismönnum í Írak og Bandaríkjunum að aðgerðir hópsins upp á síðkastið beri þess merki að hann sé orðinn mjög skipulagður. Val á skotmörkum og tímasetning árásanna sýni svo ekki verði um villst að innan hópsins séu menn sem hafi verið hátt settir í stjórn orkumála í landinu í stjórnartíð Saddams Husseins. Athygli vekur að árásir hópsins beinast nær eingöngu að Bagdad. Allar þrjátíu árásir sem gerðar hafa verið á olíumannvirki í Írak á þessu ári hafa beinst að höfuðborginni en ekki að stærstu olíuleiðslunum sem eru í suðurhluta landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×