Innlent

Skátar í hávegum í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær verður fyrst bæjarfélaga til að semja um rekstur á skátastarfsemi. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, mun undirrita samstarfssamning við skátafélagið Hraunbúa í kvöld. Samningurinn, sem er sambærilegur við samninga Hafnarfjarðarbæjar við íþróttafélögin, mun tryggja fjárveitingu til starfsemi og reksturs skátafélagsins í framtíðinni og gera því kleift að ráða fasta starfsmenn. Árni Guðmundsson, æskulýðsfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir að um tímamótasamning sé að ræða og að með honum verði heillaspor stigið fyrir æskulýðsstarf í bænum. Hann segir ennfremur að samningurinn muni efla starfsemi Hraunbúanna enn frekar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×