Innlent

Vill aðildarviðræður við ESB

Aðildarviðræður að Evrópusambandinu eiga að hefjast á kjörtímabilinu, samkvæmt drögum að ályktun flokksþings Framsóknarflokksins sem hefst á morgun. Þá er gert ráð fyrir að málið verði borið undir þjóðaratkvæði í næstu alþingiskosningum. Öll drög að ályktunum fyrir flokksþingið voru mótuð í þrettán vinnuhópum félagsmanna í Framsóknarflokknum. Í vinnuhópi um utanríkismál sat Siv Friðleifsdóttir alþingismaður en hún er einnig varaformaður utanríkismálanefndar. Hún sagðist í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar hafa tekið þátt í öllum vinnuhópunum en eðli málsins samkvæmt geti hvaða félagsmaður sem er skráð sig í hópana. Í hópnum sat einnig Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna. Ármann Höskuldsson, formaður vinnuhóps Framsóknarflokksins um utanríkismál, segir að þetta sé lagt fram til að skapa lifandi umræðu um Evrópmálin á þinginu. Umræðan hafi verið í pattstöðu og orðin flöt og því skipti máli að fá fram hvort vilji sé fyrir því að hefja aðildarviðræður að Evrópusambandinu eða gleyma slíkum vangaveltum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×