Erlent

Kjarnorkuvopnaáætlun í bígerð?

Íranar keyptu upplýsingar af pakistönskum vísindamönnum um hvernig koma ætti af stað kjarnorkuvopnaáætlun, segja rannsóknarmenn Bandaríkjastjórnar.  Rússland og Íran hafa gengið frá samkomulagi sem felur í sér að Rússar sjá Írönum fyrir geislavirku eldsneyti fyrir kjarnorkuverið í Bushehr. Þetta þýðir að hægt verður að ræsa eina kjarnakljúf Írans síðar á þessu ári. Bandaríkjamenn eru ósáttir þar sem þeir óttast að kjarnorkuverið sé yfirvarp og í raun séu framleidd kjarnorkuvopn á staðnum. Samkvæmt samkomulaginu taka Rússar við eldsneyti sem notað hefur verið en það er til þess ætlað að slá á áhyggjur Bandaríkjamanna. Hætt er við því að það dugi skammt því rannsóknarmenn Bandaríkjastjórnar kveðast nú hafa fundið sannanir fyrir því að íranskir embættismenn og Abdul Qadeer Khan, sem oft er kallaður faðir kjarnorkuáætlunar Pakistans, hafi hist fyrir átján árum. Í kjölfarið hafi Íranar fengið tilboð um að Khan skipulegði kjarnorkuvopnaáætlun fyrir Íran.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×