Innlent

Ingibjörg tekur við af Bryndísi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, mun taka við þingmennsku af Bryndísi Hlöðversdóttur þegar hún hættir þann 1. ágúst og tekur við embætti forseta lagadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst. Ákvörðun Bryndísar var kynnt þingflokki Samfylkingarinnar í dag. Bryndís sagði í samtali við fréttastofu að hún vildi nú sinna því fagi sem hún menntaði sig til eftir að hafa setið á þingi í áratug. Ingibjörg segir að afsögn Bryndísar tengist ekki átökum um formannsembættið í Samfylkingunni á nokkurn hátt. Hún sjái mikið eftir Bryndísi sem hafi verið mikil kjölfesta í þingflokknum. Það hafi verið notað sem rök gegn framboði hennar að hún gegni ekki þingmennsku en þeir sem hefðu talað þannig gætu hætt því nú. Formannskjör fer fram í maí.
Bryndís Hlöðversdóttir skýrði ástæður ákvörðunar sinnar í viðtali við þau Helgu Völu Helgadóttur og Hallgrím Thorsteinsson á Talstöðinni í dagMYND/VÍSIR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×