Breikkun ekki á döfinni 1. mars 2005 00:01 Frekari breikkun þjóðvegarins milli Reykjavíkur og Selfoss er ekki á forgangslista samgönguráðuneytisins næstu árin þrátt fyrir að umferð um veginn hafi nær tvöfaldast síðusta áratug. Sunnlendingar segja þetta miður en útreikningar þeirra sýna að með sömu aukningu og verið hefur verður umferð um Suðurlandsveg hin sama árið 2008 og er um Reykjanesbrautina nú. Sunnlendingar telja frekari breikkun Suðurlandsvegar afar mikilvæga fyrir þau ört vaxandi sveitarfélög sem þar eru og benda á að áætlaður kostnaður við slíkt sé mun minni en annarra samgönguverkefna sem til stendur að ráðast í næstu árin. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa ályktað um málið og átt fundi með Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra en undirtektir hans verið dræmar að sögn Þorvarðar Hjaltasonar framkvæmdastjóra. "Vissulega er verið að hefja framkvæmdir við breikkun á kafla vegarins yfir Svínahraun en betur má ef duga skal. Það er mat okkar að tími sé til kominn að breikka hann alla leið í þrjár akreinar hið minnsta. Bæði vegna þess að umferð hefur aukist jafnt og þétt hin síðari ár og líkur á frekari aukningu þau næstu. Eins hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að þrjár akreinar fækka slysum um allt að 30 prósent." Þorvarður segir að allir útreikningar sýni að hægt sé að hrinda hugmyndum Sunnlendinga í framkvæmd fyrir um milljarð króna en þeir útreikningar miðast við þreföldun vegarins, góð veglýsingu alla leið og miðjuvegrið til að auka öryggi allra þeirra er um veginn fara. Umferð um Suðurlandsveg hefur aukist umtalsvert hin síðari ár. Milli Hveragerðis og Selfoss fóru að jafnaði rúmlega sex þúsund bílar dag hvern á síðasta ári og tæplega sex þúsund fóru um Hellisheiðina en til samanburðar er umferðin um Reykjanesbrautina um átta þúsund bílar á dag. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Frekari breikkun þjóðvegarins milli Reykjavíkur og Selfoss er ekki á forgangslista samgönguráðuneytisins næstu árin þrátt fyrir að umferð um veginn hafi nær tvöfaldast síðusta áratug. Sunnlendingar segja þetta miður en útreikningar þeirra sýna að með sömu aukningu og verið hefur verður umferð um Suðurlandsveg hin sama árið 2008 og er um Reykjanesbrautina nú. Sunnlendingar telja frekari breikkun Suðurlandsvegar afar mikilvæga fyrir þau ört vaxandi sveitarfélög sem þar eru og benda á að áætlaður kostnaður við slíkt sé mun minni en annarra samgönguverkefna sem til stendur að ráðast í næstu árin. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa ályktað um málið og átt fundi með Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra en undirtektir hans verið dræmar að sögn Þorvarðar Hjaltasonar framkvæmdastjóra. "Vissulega er verið að hefja framkvæmdir við breikkun á kafla vegarins yfir Svínahraun en betur má ef duga skal. Það er mat okkar að tími sé til kominn að breikka hann alla leið í þrjár akreinar hið minnsta. Bæði vegna þess að umferð hefur aukist jafnt og þétt hin síðari ár og líkur á frekari aukningu þau næstu. Eins hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að þrjár akreinar fækka slysum um allt að 30 prósent." Þorvarður segir að allir útreikningar sýni að hægt sé að hrinda hugmyndum Sunnlendinga í framkvæmd fyrir um milljarð króna en þeir útreikningar miðast við þreföldun vegarins, góð veglýsingu alla leið og miðjuvegrið til að auka öryggi allra þeirra er um veginn fara. Umferð um Suðurlandsveg hefur aukist umtalsvert hin síðari ár. Milli Hveragerðis og Selfoss fóru að jafnaði rúmlega sex þúsund bílar dag hvern á síðasta ári og tæplega sex þúsund fóru um Hellisheiðina en til samanburðar er umferðin um Reykjanesbrautina um átta þúsund bílar á dag.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira