Innlent

Fagna hlutdeild einkaaðila

MYND/Vísir
Frjálshyggjufélagið fagnar hugmyndum um aukna hlutdeild einkaaðila í rekstri orkufyrirtækja. Það segir aðild einkaaðila til þess fallna að styrkja greinina, auka þróun og koma í veg fyrir óskynsamlegar og óarðbærar fjárfestingar.Ennfremur segir Frjálshyggjufélagið að ólíklegra sé að Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki geri mistök við fjárfestingar ef þau eru í höndum einkaaðila. „Við virkjun þarf hvort tveggja að taka tillit til arðsemi og umhverfisáhrifa. Tillit er tekið til umhverfisáhrifa með því að láta þann sem virkjar bera fullan kostnað af þeim. Þannig verður ekki virkjað ef umhverfisáhrifin eru of mikil. Mikilvægt er að einkaaðilar taki ákvörðun um hvort sé virkjað, því þeir eru ólíklegri til að fara út í óarðbærar fjárfestingar en ríkið. Frjálshyggjufélagið telur að það sé trúlega skynsamlegra að ríki og sveitarfélög selji hluti sína í þeim orkufyrirtækjum sem nú þegar eru til staðar og láti nýjum eigendum eftir að meta hvort sameining er skynsamleg,“ segir í tilkynningu frá Frjálshyggjufélaginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×