Erlent

Fyrsta skrefið en ekki það stærsta

Fyrsta skrefið en alls ekki það stærsta. Þannig líta stuðningsmenn Evrópusambandsins á samþykkt Spánverja á stjórnarskrá sambandsins í síðustu viku. Í tíu löndum til viðbótar fær almenningur að kjósa um stjórnarskrána og í mörgum þeirra bregður til beggja vona. Fyrstu stóru hindranirnar verða strax í vor þegar kosið verður í Frakklandi og Hollandi. Í báðum löndunum er nokkuð mjótt á munum samvæmt nýlegum könnunum. Í haust verður svo kosið í Danmörku og Póllandi sem eru önnur tvö lönd þar sem almenningur skiptist algerlega í tvennt. Stærstu hindranirnar bíða síðan næsta árs þegar kosið verður í Bretlandi og Tékklandi þar sem kannanir nú benda til þess að almenningur muni hafna stjórnarskránni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×