Tryggja þarf nægilegt bóluefni 4. mars 2005 00:01 Fulltrúar heilbrigðisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis hófu starf í vikunni um hvernig best sé hægt að verja almenning gegn því að fuglaflensan illræmda berist hingað. Einnig er rætt hvernig bregðast skuli við, fari svo að þær ráðstafanir dugi ekki til. Nýverið fól ríkisstjórn Íslands starfsmönnum heilbrigðisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis að fara yfir stöðu mála hvað varðar fuglaflensuna og athuga hvað skynsamlegt væri að gera til að verjast henni, verði hún að heimsfaraldri. Aðspurður hvort til greina komi að loka landinu fari fuglaflensufaraldurinn af stað, sagði Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytsins, að starfið væri ekki komið á það stig, að farið sé að ræða slíkt í smáatriðum. "Í svona umræðu er nauðsynlegt að kanna allar aðstæður," sagði hann. "Það verður að skoða alla möguleika og við erum rétt að byrja að fara yfir það sem við getum gert. Við munum sjálfsagt hittast dálítið ört og tala við fólk til þess að þetta fari vel af stað. Það þarf að ræða við mjög marga því þetta snertir svo mörg svið þjóðfélagsins, meðal annars heilbrigðiskerfið og almannavarnakerfið." Davíð, sem jafnframt er formaður framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sagði að ef svo óheppilega vildi til að flensan brytist út, yrði allt kapp lagt á að bólusetja menn hér áður en hún bærist til landsins. Það væri sjálfsagt einn af alsterkustu leikjunum sem hægt væri að leika í stöðunni. "Nú þegar liggur fyrir allítarlegt skipulag á sóttvörnum, sem samið var þegar hætta var talin á að bráðalungnabólgan gæti borist hingað. Vinnan hvað varðar heilbrigðiskerfið mun sjálfsagt byggjast á þeirri reynslu sem við fengum þá. Eitt af því sem skoða þarf er með hvaða hætti við tryggjum að bóluefni komi hingað eins hratt og hugsast getur," sagði Davíð. "Það er eitt af því sem allur heimurinn er að skoða." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Fulltrúar heilbrigðisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis hófu starf í vikunni um hvernig best sé hægt að verja almenning gegn því að fuglaflensan illræmda berist hingað. Einnig er rætt hvernig bregðast skuli við, fari svo að þær ráðstafanir dugi ekki til. Nýverið fól ríkisstjórn Íslands starfsmönnum heilbrigðisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis að fara yfir stöðu mála hvað varðar fuglaflensuna og athuga hvað skynsamlegt væri að gera til að verjast henni, verði hún að heimsfaraldri. Aðspurður hvort til greina komi að loka landinu fari fuglaflensufaraldurinn af stað, sagði Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytsins, að starfið væri ekki komið á það stig, að farið sé að ræða slíkt í smáatriðum. "Í svona umræðu er nauðsynlegt að kanna allar aðstæður," sagði hann. "Það verður að skoða alla möguleika og við erum rétt að byrja að fara yfir það sem við getum gert. Við munum sjálfsagt hittast dálítið ört og tala við fólk til þess að þetta fari vel af stað. Það þarf að ræða við mjög marga því þetta snertir svo mörg svið þjóðfélagsins, meðal annars heilbrigðiskerfið og almannavarnakerfið." Davíð, sem jafnframt er formaður framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sagði að ef svo óheppilega vildi til að flensan brytist út, yrði allt kapp lagt á að bólusetja menn hér áður en hún bærist til landsins. Það væri sjálfsagt einn af alsterkustu leikjunum sem hægt væri að leika í stöðunni. "Nú þegar liggur fyrir allítarlegt skipulag á sóttvörnum, sem samið var þegar hætta var talin á að bráðalungnabólgan gæti borist hingað. Vinnan hvað varðar heilbrigðiskerfið mun sjálfsagt byggjast á þeirri reynslu sem við fengum þá. Eitt af því sem skoða þarf er með hvaða hætti við tryggjum að bóluefni komi hingað eins hratt og hugsast getur," sagði Davíð. "Það er eitt af því sem allur heimurinn er að skoða."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira