Væri nær að stytta grunnskólanám? Þórlindur Kjartansson skrifar 7. mars 2005 00:01 Það er staðreynd að víðast hvar lýkur skólagöngu á framhaldsskólastigi fyrr en hér á landi. Fyrir vikið er fólk komið fyrr í háskóla og fyrr á vinnumarkaðinn. Það er því rökrétt markmið hjá menntamálaráðherra að leita leiða til þess að breyta skólakerfinu svo íslensk ungmenni standi jafnfætis útlenskum börnum hvað þetta varðar. Það er vitaskuld ekki allt unnið með því að klára nám snemma á lífsleiðinni enda er vart lengur hægt að tala um að fólk verði fullnuma í nokkrum hlut. Krafan um að fólk leiti stöðugt leiða til að auka hæfni sína og getu verður stöðugt háværari og gildir þá einu hvaða starfsstétt menn tilheyra. Mikilvægasti grunnurinn sem lagður er í grunn- og framhaldsskólum er á sviði tungumála og stærðfræði en flest annað sem gagnast í vinnu lærir fólk best á því að stunda vinnuna sjálfa og með því að sækja sér þekkingu eftir því sem fólk þarf á henni að halda. En þótt ekki sé allt unnið með því að stytta nám til stúdentasprófs þá geta vafalaust flestir verið sammála því að ef unnt er að undirbúa fólk jafn vel á skemmri tíma þá hljóti það að vera betra en að gera það á lengri tíma. Hér á landi tíðkaðist lengi, og tíðkast enn, að skólabörn ynnu launavinnu á sumrin og unglingar vinni jafnvel með námi. Þetta hefur ákveðna mikilvæga kosti í för með sér sem að einhverju leyti kunna að vega upp óhagræðið af því að byrja eldri í háskóla. Það að kynnast launavinnu er ekki síður þroskandi en fjölmörg af þeim fögum sem börnum og unglingum þurfa að stunda. En sé gengið út frá því að heppilegt sé að íslensk ungmenni útskrifist að jafnaði nítján ára úr framhaldsskóla þá vaknar sú spurning hvernig best væri að koma því við. Menntamálaráðherra hefur valið að leggja til að námstími í framhaldsskólum verði styttur úr fjórum árum í þrjú. Framhaldsskólarnir undirbúa fólk á markvissan hátt undir áframhaldandi nám auk þess sem þeir eru vettvangur þar sem fólk tekur út mikilvægan persónulegan þroska. Í menntaskólum breytast börn í fullorðna og á þeim árum myndar fólk oftlega tengsl sem fylgja þeim ævilangt. Hið mikilvæga félagslega hlutverk framhaldsskóla verður að vera tekið með í myndina við ákvörðun um hvort ungmennum sé hollara að verja einu ári skemur þar. Í umræðum um styttingu náms til stúdentsprófs hefur ekki borið á því að til standi að draga úr námsefni. Þess í stað á að nýta tíma ungmennana betur. Þetta er klárlega forgangsmál. En er ekki óhætt að setja spurningamerki við það að tímasóun í kennslustofum sé meiri í framhaldsskólum en grunnskólum? Það er í það minnsta tilfinning þess sem þetta ritar að fúsk og droll sé mun meira vandamál í grunnskólum heldur en framhaldsskólum. Þarfir nemenda í grunnskóla eru miklum mun misjafnari heldur en þegar í framhaldsskóla er komið. Þegar fólk velur framhaldsskóla hefur það jafnan gert sér grein fyrir því hvort það hafi áhuga á miklu bóknámi eða vilji undirbúa sig undir önnur störf. Framhaldsskólarnr geta því gert meiri kröfur til nemenda heldur en grunnskólarnir. Þar að auki er það svo að nemendur sem hafa gott lag á bóknámi upplifa margir grunnskólann, og þá sérstaklega síðari stig hans, sem óáhugaverðan og óögrandi. Slíkt getur verið mannskemmandi. Væri ekki ráð að skoða hugmyndir um styttingu náms til stúdentsprófs út frá þörfum ólíkra hópa? Það væri til að mynda hægt að ímynda sér að börn með mikla bóknámsgáfu geti sótt um í framhaldsskólum eftir áttunda eða níunda bekk og geti tekið stöðupróf við lok hvors árs. Þeir sem ætla í bóknám gætu þá farið í framhaldsskóla ári yngri en nú er. Þeir nemendur sem þurfa að styrkja grunnþekkingu sína gætu tekið eitt til tvö ár í viðbót á grunnskólastiginu áður en þeir sækja um í framhaldsskóla. Það er að minnsta kosti umhugsunarefni hvort enn meira valfrelsi gæti ekki þjónað samam markmiði og valdboðin stytting á námi í öllum framhaldsskólum. Og vera má að í þessu máli eins og svo mörgum árum sé aukið frelsi og sveigjanleiki líklegri til árangurs en það að reyna að steypa sem flesta í sama mót. thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er staðreynd að víðast hvar lýkur skólagöngu á framhaldsskólastigi fyrr en hér á landi. Fyrir vikið er fólk komið fyrr í háskóla og fyrr á vinnumarkaðinn. Það er því rökrétt markmið hjá menntamálaráðherra að leita leiða til þess að breyta skólakerfinu svo íslensk ungmenni standi jafnfætis útlenskum börnum hvað þetta varðar. Það er vitaskuld ekki allt unnið með því að klára nám snemma á lífsleiðinni enda er vart lengur hægt að tala um að fólk verði fullnuma í nokkrum hlut. Krafan um að fólk leiti stöðugt leiða til að auka hæfni sína og getu verður stöðugt háværari og gildir þá einu hvaða starfsstétt menn tilheyra. Mikilvægasti grunnurinn sem lagður er í grunn- og framhaldsskólum er á sviði tungumála og stærðfræði en flest annað sem gagnast í vinnu lærir fólk best á því að stunda vinnuna sjálfa og með því að sækja sér þekkingu eftir því sem fólk þarf á henni að halda. En þótt ekki sé allt unnið með því að stytta nám til stúdentasprófs þá geta vafalaust flestir verið sammála því að ef unnt er að undirbúa fólk jafn vel á skemmri tíma þá hljóti það að vera betra en að gera það á lengri tíma. Hér á landi tíðkaðist lengi, og tíðkast enn, að skólabörn ynnu launavinnu á sumrin og unglingar vinni jafnvel með námi. Þetta hefur ákveðna mikilvæga kosti í för með sér sem að einhverju leyti kunna að vega upp óhagræðið af því að byrja eldri í háskóla. Það að kynnast launavinnu er ekki síður þroskandi en fjölmörg af þeim fögum sem börnum og unglingum þurfa að stunda. En sé gengið út frá því að heppilegt sé að íslensk ungmenni útskrifist að jafnaði nítján ára úr framhaldsskóla þá vaknar sú spurning hvernig best væri að koma því við. Menntamálaráðherra hefur valið að leggja til að námstími í framhaldsskólum verði styttur úr fjórum árum í þrjú. Framhaldsskólarnir undirbúa fólk á markvissan hátt undir áframhaldandi nám auk þess sem þeir eru vettvangur þar sem fólk tekur út mikilvægan persónulegan þroska. Í menntaskólum breytast börn í fullorðna og á þeim árum myndar fólk oftlega tengsl sem fylgja þeim ævilangt. Hið mikilvæga félagslega hlutverk framhaldsskóla verður að vera tekið með í myndina við ákvörðun um hvort ungmennum sé hollara að verja einu ári skemur þar. Í umræðum um styttingu náms til stúdentsprófs hefur ekki borið á því að til standi að draga úr námsefni. Þess í stað á að nýta tíma ungmennana betur. Þetta er klárlega forgangsmál. En er ekki óhætt að setja spurningamerki við það að tímasóun í kennslustofum sé meiri í framhaldsskólum en grunnskólum? Það er í það minnsta tilfinning þess sem þetta ritar að fúsk og droll sé mun meira vandamál í grunnskólum heldur en framhaldsskólum. Þarfir nemenda í grunnskóla eru miklum mun misjafnari heldur en þegar í framhaldsskóla er komið. Þegar fólk velur framhaldsskóla hefur það jafnan gert sér grein fyrir því hvort það hafi áhuga á miklu bóknámi eða vilji undirbúa sig undir önnur störf. Framhaldsskólarnr geta því gert meiri kröfur til nemenda heldur en grunnskólarnir. Þar að auki er það svo að nemendur sem hafa gott lag á bóknámi upplifa margir grunnskólann, og þá sérstaklega síðari stig hans, sem óáhugaverðan og óögrandi. Slíkt getur verið mannskemmandi. Væri ekki ráð að skoða hugmyndir um styttingu náms til stúdentsprófs út frá þörfum ólíkra hópa? Það væri til að mynda hægt að ímynda sér að börn með mikla bóknámsgáfu geti sótt um í framhaldsskólum eftir áttunda eða níunda bekk og geti tekið stöðupróf við lok hvors árs. Þeir sem ætla í bóknám gætu þá farið í framhaldsskóla ári yngri en nú er. Þeir nemendur sem þurfa að styrkja grunnþekkingu sína gætu tekið eitt til tvö ár í viðbót á grunnskólastiginu áður en þeir sækja um í framhaldsskóla. Það er að minnsta kosti umhugsunarefni hvort enn meira valfrelsi gæti ekki þjónað samam markmiði og valdboðin stytting á námi í öllum framhaldsskólum. Og vera má að í þessu máli eins og svo mörgum árum sé aukið frelsi og sveigjanleiki líklegri til árangurs en það að reyna að steypa sem flesta í sama mót. thkjart@frettabladid.is
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun