Enginn er annars bróðir í leik Hafliði Helgason skrifar 8. mars 2005 00:01 Viðskipti eru í grunninn mannleg samskipti. Við þessi mannlegu samskipti bætast svo ríkir hagsmunir sem valda þeirri hættu að menn láti lönd og leið dyggðir mannlegra samskipta. Töluvert hefur verið um átök í íslensku viðskiptalífi síðustu misserin. Þar tapa menn og sigra á víxl eins og gengur. Oft vill brenna við að sá sem tapar telur sig hafa verið svikinn og rangt hafi verið leikið í keppninni. Nýasta dæmið um baráttu á markaði er þegar félag í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar og Landsbankans eignaðist hlut í Keri sem á Samskip, Olíufélagið og hlut í KB banka. Sjóvík seldi þessu félagi hlut sinn í Keri, en ráðandi hluthafar í Keri þeir Kristján Loftsson og Ólafur Ólafsson töldu sig hafa átt forkaupsrétt að bréfunum samkvæmt munnlegu samkomulagi sem ekki hafði verið gengið frá á pappír. Í siðferðilegu tilliti skiptir engu máli hvort fyrir liggja munnleg eða skrifleg loforð. Loforð er loforð og við það ber að standa. Málavextir í þessu tiltekna máli eru óljósir og sinn hvor skilningur var á því hvort eitthvert hluthafasamkomulag hafi verið í gildi. Bréfin voru seld dýru verði og við þessa óvissu bætist að ekki er víst að menn hefðu kært sig um að nýta forkaupsréttinn á því verði sem var í boði. Orðspor manna er dýrmætt og ekki síst í viðskiptum. Í litlu samfélagi loka menn fljótt öllum dyrum ef þeir hafa rangt við. Niðurstaðan verður því sú að menn eiga helst ekki viðskipti við slíka. Viðskiptalífið er hins vegar harður heimur og hver og einn er þar á sínum forsendum. Menn gera bandalög í samræmi við hagsmuni sína og slík bandalög slitna þegar hagsmunirnir fara ekki lengur saman. Eignarrétturinn er ótvíræður og kjósi menn að selja eign sína, þá gera þeir það og þurfa ekki að spyrja kóng eða prest. Oft heyrist talað um að viðskipti séu viðskipti og það er notað sem allsherjar réttlæting allra gjörða. Slík fullyrðing heldur ekki vatni. Það að menn eigi í viðskiptum undanskilur þá ekki almennum siðalögmálum. Viðskipti á að stunda eftir leikreglum á sama hátt og að sýna á prúðmennsku inn á íþróttavellinum. Á mörkuðum eru óskráðar og skráðar reglur og menn eiga að fara eftir þeim. Í daglegu lífi kemur það fyrir okkur öll að við föllum í freistni og tökum skammtímahagsmuni fram yfir langtímahagsmuni. Við borðum meira en okkur er hollt eða drekkum meira en við ætluðum og fáum svo í hausinn afleiðingarnar. Sama gildir um viðskiptalífið. Stundum falla menn í þá freistni að taka skammtímahagsmuni fram yfir langtímahagsmuni og brjóta með því gegn eigin gildismati. Siðferði í viðskiptum hér á landi er örugglega hvorki verra né betra en annars staðar. Það er heldur ekki verra en á öðrum sviðum mannlífsins. Grunnreglurnar eru þær sömu. Maður á ekki að ljúga, svíkja og stela. Maður á að sýna náunganum virðingu og meðhöndla hann eins og maður vildi sjálfur vera meðhöndlaður. Viðskipti eru ekki bara viðskipti. Þau eru mannleg samskipti þar sem ber að virða sömu reglur og í öðrum samskiptum. Það eru hins vegar oft miklir hagsmunir og peningar í húfi og það kann að gera það að verkum að stundum er gripið til réttlætingar sem er utan marka heiðursins og siðferðisins. Eins og í lífinu sjálfu farnast þeim yfirleitt best til lengdar viðskiptum sem tileinka sér góða siði og eru traustir. Eins og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss benti á á Viðskiptaþingi, þá snúast viðskipti um traust. Brot á því trausti skaðar menn til lengri tíma litið, þótt stundum græði þeir á brotinu til skamms tíma. Þessi einfalda regla ætti að verða til þess að heiðurinn og hagsmunirnir fara saman ætli menn sér farsælan viðskiptaferil. Það ætti að vera mönnum leiðarljós í þeim harða leik sem viðskiptin eru.Hafliði Helgason -haflidi@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Viðskipti eru í grunninn mannleg samskipti. Við þessi mannlegu samskipti bætast svo ríkir hagsmunir sem valda þeirri hættu að menn láti lönd og leið dyggðir mannlegra samskipta. Töluvert hefur verið um átök í íslensku viðskiptalífi síðustu misserin. Þar tapa menn og sigra á víxl eins og gengur. Oft vill brenna við að sá sem tapar telur sig hafa verið svikinn og rangt hafi verið leikið í keppninni. Nýasta dæmið um baráttu á markaði er þegar félag í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar og Landsbankans eignaðist hlut í Keri sem á Samskip, Olíufélagið og hlut í KB banka. Sjóvík seldi þessu félagi hlut sinn í Keri, en ráðandi hluthafar í Keri þeir Kristján Loftsson og Ólafur Ólafsson töldu sig hafa átt forkaupsrétt að bréfunum samkvæmt munnlegu samkomulagi sem ekki hafði verið gengið frá á pappír. Í siðferðilegu tilliti skiptir engu máli hvort fyrir liggja munnleg eða skrifleg loforð. Loforð er loforð og við það ber að standa. Málavextir í þessu tiltekna máli eru óljósir og sinn hvor skilningur var á því hvort eitthvert hluthafasamkomulag hafi verið í gildi. Bréfin voru seld dýru verði og við þessa óvissu bætist að ekki er víst að menn hefðu kært sig um að nýta forkaupsréttinn á því verði sem var í boði. Orðspor manna er dýrmætt og ekki síst í viðskiptum. Í litlu samfélagi loka menn fljótt öllum dyrum ef þeir hafa rangt við. Niðurstaðan verður því sú að menn eiga helst ekki viðskipti við slíka. Viðskiptalífið er hins vegar harður heimur og hver og einn er þar á sínum forsendum. Menn gera bandalög í samræmi við hagsmuni sína og slík bandalög slitna þegar hagsmunirnir fara ekki lengur saman. Eignarrétturinn er ótvíræður og kjósi menn að selja eign sína, þá gera þeir það og þurfa ekki að spyrja kóng eða prest. Oft heyrist talað um að viðskipti séu viðskipti og það er notað sem allsherjar réttlæting allra gjörða. Slík fullyrðing heldur ekki vatni. Það að menn eigi í viðskiptum undanskilur þá ekki almennum siðalögmálum. Viðskipti á að stunda eftir leikreglum á sama hátt og að sýna á prúðmennsku inn á íþróttavellinum. Á mörkuðum eru óskráðar og skráðar reglur og menn eiga að fara eftir þeim. Í daglegu lífi kemur það fyrir okkur öll að við föllum í freistni og tökum skammtímahagsmuni fram yfir langtímahagsmuni. Við borðum meira en okkur er hollt eða drekkum meira en við ætluðum og fáum svo í hausinn afleiðingarnar. Sama gildir um viðskiptalífið. Stundum falla menn í þá freistni að taka skammtímahagsmuni fram yfir langtímahagsmuni og brjóta með því gegn eigin gildismati. Siðferði í viðskiptum hér á landi er örugglega hvorki verra né betra en annars staðar. Það er heldur ekki verra en á öðrum sviðum mannlífsins. Grunnreglurnar eru þær sömu. Maður á ekki að ljúga, svíkja og stela. Maður á að sýna náunganum virðingu og meðhöndla hann eins og maður vildi sjálfur vera meðhöndlaður. Viðskipti eru ekki bara viðskipti. Þau eru mannleg samskipti þar sem ber að virða sömu reglur og í öðrum samskiptum. Það eru hins vegar oft miklir hagsmunir og peningar í húfi og það kann að gera það að verkum að stundum er gripið til réttlætingar sem er utan marka heiðursins og siðferðisins. Eins og í lífinu sjálfu farnast þeim yfirleitt best til lengdar viðskiptum sem tileinka sér góða siði og eru traustir. Eins og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss benti á á Viðskiptaþingi, þá snúast viðskipti um traust. Brot á því trausti skaðar menn til lengri tíma litið, þótt stundum græði þeir á brotinu til skamms tíma. Þessi einfalda regla ætti að verða til þess að heiðurinn og hagsmunirnir fara saman ætli menn sér farsælan viðskiptaferil. Það ætti að vera mönnum leiðarljós í þeim harða leik sem viðskiptin eru.Hafliði Helgason -haflidi@frettabladid.is
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun