Blóðstrimlar í opinn reikning 9. mars 2005 00:01 Tvö af þremur fyrirtækjum sem flytja inn blóðsykurmæla, blóðstrimla og hnífa fyrir sykursjúka, segja viðskipti sín mjög svipuð milli ára 2003 og 2004. Um er að ræða fyrirtækin Vistor og Lyru. Þriðja fyrirtækið sem flytur inn þessi hjálpartæki er Logaland. Kostnaður Tryggingastofnunar vegna ofangreindra hjálpartækja, einkum þó blóðstrimla, jókst um allt að 50 milljónir á árinu 2004, eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Kristján Guðjónsson framkvæmdastjóri hjá TR kvaðst vita hvaða innflutningsfyrirtæki ætti hlut að máli varðandi þessa kostnaðaraukningu. Hann kvaðst ekki vilja gefa uppi nafn þess, þar sem um viðskiptahagsmuni væri að ræða. Eins og greint var frá greip heilbrigðisráðuneytið til þess ráðs að breyta reglugerð varðandi blóðstrimla og önnur hjálpartæki af þeim toga til að sporna við áframhaldandi "ofnotkun" eins og framkvæmdastjórinn hjá TR orðaði það. Um leið var endurgreiðsluupphæðin til sjúklinga lækkuð um 15 prósent. "Umsetningin hjá Lyru minnkaði ekkert á árinu 2004," sagði Höskuldur Höskuldsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Berghildur Magnúsdóttir, lífeindafræðingur og sölufulltrúi hjá Vistor, tók í sama streng og Höskuldur og sagði engan samdrátt í sölu hjá sínu fyrirtæki milli ára. Þau kváðust bæði velta fyrir sér spurningunni um hver hefði flutt inn allan þann viðbótarfjölda blóðstrimla sem hefði hleypt endurgreiðslukostnaði TR upp um 50 milljónir króna á tíu mánaða tímabili 2004, en stofnunin endurgreiðir 80 - 90 prósent af heildarkostnaði við strimlana. "Maður spyr sig hvert allir þessir blóðstrimlar hafi farið, því úr því að þessi tvö fyrirtæki halda sínu þá hlýtur að vera um hreina viðbót að ræða." sagði Höskuldur. "Áður en reglugerðinni var breytt var kerfið þannig að það var nánast opinn reikningur á TR hvað þessar endurgreiðslur varðaði." Spurð fullyrtu Höskuldur og Berglind að Lyra og Vistor hefðu hvorki gefið fólki mæla né blóðstrimla. Á spjallvef Samtaka sykursjúkra er hins vegar varpað fram spurningu frá manni sem spyr hvernig standi á því að ekkert hafi komið frá samtökunum um að "Logaland gefi freestile blóðsykurmæla og kostnaður við strimla og blóðhnífa er enginn fyrir sjúklinga hjá þeim." Ingibergur Erlingsson framkvæmdastjóri Logalands kvaðst ekki vilja svara spurningum Fréttablaðsins um þetta mál. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Tvö af þremur fyrirtækjum sem flytja inn blóðsykurmæla, blóðstrimla og hnífa fyrir sykursjúka, segja viðskipti sín mjög svipuð milli ára 2003 og 2004. Um er að ræða fyrirtækin Vistor og Lyru. Þriðja fyrirtækið sem flytur inn þessi hjálpartæki er Logaland. Kostnaður Tryggingastofnunar vegna ofangreindra hjálpartækja, einkum þó blóðstrimla, jókst um allt að 50 milljónir á árinu 2004, eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Kristján Guðjónsson framkvæmdastjóri hjá TR kvaðst vita hvaða innflutningsfyrirtæki ætti hlut að máli varðandi þessa kostnaðaraukningu. Hann kvaðst ekki vilja gefa uppi nafn þess, þar sem um viðskiptahagsmuni væri að ræða. Eins og greint var frá greip heilbrigðisráðuneytið til þess ráðs að breyta reglugerð varðandi blóðstrimla og önnur hjálpartæki af þeim toga til að sporna við áframhaldandi "ofnotkun" eins og framkvæmdastjórinn hjá TR orðaði það. Um leið var endurgreiðsluupphæðin til sjúklinga lækkuð um 15 prósent. "Umsetningin hjá Lyru minnkaði ekkert á árinu 2004," sagði Höskuldur Höskuldsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Berghildur Magnúsdóttir, lífeindafræðingur og sölufulltrúi hjá Vistor, tók í sama streng og Höskuldur og sagði engan samdrátt í sölu hjá sínu fyrirtæki milli ára. Þau kváðust bæði velta fyrir sér spurningunni um hver hefði flutt inn allan þann viðbótarfjölda blóðstrimla sem hefði hleypt endurgreiðslukostnaði TR upp um 50 milljónir króna á tíu mánaða tímabili 2004, en stofnunin endurgreiðir 80 - 90 prósent af heildarkostnaði við strimlana. "Maður spyr sig hvert allir þessir blóðstrimlar hafi farið, því úr því að þessi tvö fyrirtæki halda sínu þá hlýtur að vera um hreina viðbót að ræða." sagði Höskuldur. "Áður en reglugerðinni var breytt var kerfið þannig að það var nánast opinn reikningur á TR hvað þessar endurgreiðslur varðaði." Spurð fullyrtu Höskuldur og Berglind að Lyra og Vistor hefðu hvorki gefið fólki mæla né blóðstrimla. Á spjallvef Samtaka sykursjúkra er hins vegar varpað fram spurningu frá manni sem spyr hvernig standi á því að ekkert hafi komið frá samtökunum um að "Logaland gefi freestile blóðsykurmæla og kostnaður við strimla og blóðhnífa er enginn fyrir sjúklinga hjá þeim." Ingibergur Erlingsson framkvæmdastjóri Logalands kvaðst ekki vilja svara spurningum Fréttablaðsins um þetta mál.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira