Baldvin ekki í bann 9. mars 2005 00:01 Handknattleiksmaðurinn Baldvin Þorsteinsson úr Val, sem tróð í körfu með eftirminnilegum hætti í leik Vals og Þórs síðastliðið föstudagskvöldið og hlaut að launum rautt spjald, spilaði í gær með Valsliðinu gegn Haukum. Aganefnd HSÍ dæmdi hann ekki í bann og Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, ákvað að grípa ekki til neinna aðgerða gagnvart Baldvini. Óskar Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði farið vel yfir málið en komist að þeirri niðurstöðu að gera ekkert. "Ég held að hann hafi þegar tekið út sína refsingu út af þessu atviki. Hann hefur verið spurður í þaula af hverju hann hafi gert þetta en ekki getað gefið nein svör. Þessi framkoma hans er óafsakanleg og það er engan veginn hægt að réttlæta hana. Ég íhugaði að láta hann hvíla gegn Haukum en eftir að hafa ráðfært mig við stjórnina og aðstoðarþjálfarann fannst mér rétt að láta þar við sitja. Það hjálpar ekkert að setja hann í bann," sagði Óskar Bjarni. Aðspurður um hvort hann væri ekki hræddur um að það yrði litið á það sem agaleysi í herbúðum Vals að Baldvini yrði ekki refsað fyrir þetta sagði Óskar Bjarni að svo gæti verið. "Það vildu margir grípa til aðgerða og ég veit um marga Valsmenn sem hefðu viljað hann í bann. Ég fer hins vegar mínar eigin leiðir og ber traust til minna manna," sagði Óskar Bjarni og lofaði því að Baldvin træði ekki oftar í handbolta. "Hann kemur ekki nálægt körfubolta á handboltavelli aftur - ekki einu sinni í upphitun." Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Sjá meira
Handknattleiksmaðurinn Baldvin Þorsteinsson úr Val, sem tróð í körfu með eftirminnilegum hætti í leik Vals og Þórs síðastliðið föstudagskvöldið og hlaut að launum rautt spjald, spilaði í gær með Valsliðinu gegn Haukum. Aganefnd HSÍ dæmdi hann ekki í bann og Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, ákvað að grípa ekki til neinna aðgerða gagnvart Baldvini. Óskar Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði farið vel yfir málið en komist að þeirri niðurstöðu að gera ekkert. "Ég held að hann hafi þegar tekið út sína refsingu út af þessu atviki. Hann hefur verið spurður í þaula af hverju hann hafi gert þetta en ekki getað gefið nein svör. Þessi framkoma hans er óafsakanleg og það er engan veginn hægt að réttlæta hana. Ég íhugaði að láta hann hvíla gegn Haukum en eftir að hafa ráðfært mig við stjórnina og aðstoðarþjálfarann fannst mér rétt að láta þar við sitja. Það hjálpar ekkert að setja hann í bann," sagði Óskar Bjarni. Aðspurður um hvort hann væri ekki hræddur um að það yrði litið á það sem agaleysi í herbúðum Vals að Baldvini yrði ekki refsað fyrir þetta sagði Óskar Bjarni að svo gæti verið. "Það vildu margir grípa til aðgerða og ég veit um marga Valsmenn sem hefðu viljað hann í bann. Ég fer hins vegar mínar eigin leiðir og ber traust til minna manna," sagði Óskar Bjarni og lofaði því að Baldvin træði ekki oftar í handbolta. "Hann kemur ekki nálægt körfubolta á handboltavelli aftur - ekki einu sinni í upphitun."
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Sjá meira