Borgin vill kaupa lóðir af ríkinu 10. mars 2005 00:01 Reykjavíkurborg hyggur á kaup á lóðum í eigu ríkisins innan borgarmarkanna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist síðan í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar, þegar samkomulag náðist um kaup á lóðum í Grafarvogi, segir Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær að hefja formlegar viðræður um kaup lóða í eigu ríkisins en óformlegar viðræður hafa staðið yfir síðustu misseri að sögn Alfreðs. Viðræðum ætti að ljúka 15. febrúar á næsta ári. Meðal þeirra lóða sem Reykjavíkurborg falast eftir eru Keldur, Keldnaland og land við Reynisvatn auk lands við Mógilsá og Kollafjörð en þær lóðir falla nú undir lögsögu Reykjavíkurborgar eftir sameiningu við Kjalarnes. Reykjavíkurborg hefur sætt töluverðri gagnrýni upp á síðkastið fyrir ónógt framboð á lóðum til íbúðabygginga. Alfreð segir ljóst að lóðirnar séu hugsaðar undir íbúðarbyggð. Ekki er þó hægt að búast við því að hægt verði að byggja á þessum lóðum alveg á næstunni enda þurfi fyrst að nást samkomulag um kaup auk þess sem breyta þurfi aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Alfreð benti til að mynda á að stofnanir væru á sumum af þessum stöðum sem ekki væri ljóst hvert yrðu fluttar. Þó væru hugmyndir um það að flytja rannsóknarstarfsemina á Keldum niður í Vatnsmýri, nær Háskóla Íslands. Alfreð vill ekki meina að þessi ákvörðun borgarráðs sé afleiðing af háu verði sem fengist hafi fyrir lóðir að undanförnu. Hann vildi heldur ekki segja til um á hvað þessar lóðir væru metnar en taldi ljóst miðað við þróun síðustu mánaða að verð á lóðunum yrði töluvert hærra en menn hefðu áður átt að venjast. Ekki er ljóst hvort samningar náist um öll löndin sem falast er eftir og segir Alfreð ómögulegt að spá hver niðurstaðan verði. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Reykjavíkurborg hyggur á kaup á lóðum í eigu ríkisins innan borgarmarkanna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist síðan í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar, þegar samkomulag náðist um kaup á lóðum í Grafarvogi, segir Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær að hefja formlegar viðræður um kaup lóða í eigu ríkisins en óformlegar viðræður hafa staðið yfir síðustu misseri að sögn Alfreðs. Viðræðum ætti að ljúka 15. febrúar á næsta ári. Meðal þeirra lóða sem Reykjavíkurborg falast eftir eru Keldur, Keldnaland og land við Reynisvatn auk lands við Mógilsá og Kollafjörð en þær lóðir falla nú undir lögsögu Reykjavíkurborgar eftir sameiningu við Kjalarnes. Reykjavíkurborg hefur sætt töluverðri gagnrýni upp á síðkastið fyrir ónógt framboð á lóðum til íbúðabygginga. Alfreð segir ljóst að lóðirnar séu hugsaðar undir íbúðarbyggð. Ekki er þó hægt að búast við því að hægt verði að byggja á þessum lóðum alveg á næstunni enda þurfi fyrst að nást samkomulag um kaup auk þess sem breyta þurfi aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Alfreð benti til að mynda á að stofnanir væru á sumum af þessum stöðum sem ekki væri ljóst hvert yrðu fluttar. Þó væru hugmyndir um það að flytja rannsóknarstarfsemina á Keldum niður í Vatnsmýri, nær Háskóla Íslands. Alfreð vill ekki meina að þessi ákvörðun borgarráðs sé afleiðing af háu verði sem fengist hafi fyrir lóðir að undanförnu. Hann vildi heldur ekki segja til um á hvað þessar lóðir væru metnar en taldi ljóst miðað við þróun síðustu mánaða að verð á lóðunum yrði töluvert hærra en menn hefðu áður átt að venjast. Ekki er ljóst hvort samningar náist um öll löndin sem falast er eftir og segir Alfreð ómögulegt að spá hver niðurstaðan verði.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira