Erlent

BNA bjóða Íran efnahagsaðstoð

Stjórnvöld í Bandaríkjunum munu í dag bjóða Írönum efnahagsaðstoð gegn því að þeir hætti auðgun úrans. Dagblaðið New York Times hefur þetta eftir háttsettum embættismönnum í Bandaríkjunum. Þá er einnig búist við að Bandaríkjamenn samþykki að senda málið til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, ef ekki tekst að semja við Írana. Ef rétt reynist er um að ræða stefnubreytingu af hálfu Bandaríkjamanna sem hingað til hafa farið fram á að Íranar hætti auðgun úrans þegar, án allra skilmála um efnahagsaðstoð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×