Lögregluyfirvöld fá enn ákúrur 11. mars 2005 00:01 Lögregluyfirvöld í Hafnarfirði fá enn á ný ákúrur frá dómstólum fyrir að draga í meira en eitt og hálft ár að gefa út ákæru. Hæstiréttur segir þetta vítavert, engar skýringar hafi komið fram og þetta sé brot á rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Héraðsdómari við dómstólinn á Reykjanesi sagði í dómi sínum í febrúar að sýslumannsembættið í Hafnarfirði hefði bæði brotið lög og mannréttindi með því að draga í fjórtán mánuði að gefa út ákærur á hendur tveimur piltum fyrir innbrot. Þessi dráttur er óhæfilegur og óútskýrður, sagði dómarinn, og frestaði refsingu yfir piltunum. Stuttu síðar var karlmanni var í Hæstarétti dæmd hálf milljón í bætur vegna þess að hann var í tvö og hálft ár grunaður um fjárdrátt án þess að ákæra væri gefin út af lögreglunni í Reykjavík. Og ekki er langt síðan kæra sem kona lagði fram vegna líkamsárásar fyrndist í höndum sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Ríkissaksóknari sagði af þessu tilefni í fréttum Stöðvar 2 að embættin þurfi nægan mannafla til að koma í veg fyrir slíkan drátt. Dómsmálaráðherra sagði óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fái þó ekki meira fé. Nú hefur enn eitt málið komið upp og var það til meðferðar í Hafnarfirði. 21 árs gamall piltur var ákærður fyrir að hafa með öðrum brotist inn á heimili í Garðabæ og stolið verðmætum sem námu rúmum tveimur milljónum. Hann var yfirheyrður af lögreglunni í Hafnarfirði 20. nóvember 2002 og gekkst við brotinu. Rannsókn málsins lauk í janúar 2003. Eftir þetta gerðist ekkert í málinu fyrr en lögreglustjórinn í Hafnarfirði gaf út ákæru 1. september 2004, einu ári og níu mánuðum seinna. Hæstiréttur segir þennan drátt á rannsóknarstigi vítaverðan. Engar skýringar hafi komið fram og telja dómararnir að þetta brjóti gegn lögum um meðferð sakamála og sé í andstöðu við stjórnarskrá þar sem segir að allir hafi rétt á réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma. Samt sem áður er héraðsdómur látinn standa óraskaður. Maðurinn er hefur áður hlotið nokkra dóma fyrir þjófnað og fékk nú fimm mánaða fangelsi. Ekki náðist í sýslumanninn í Hafnarfirði, Guðmund Sophusson, fyrir fréttir. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Hafnarfirði fá enn á ný ákúrur frá dómstólum fyrir að draga í meira en eitt og hálft ár að gefa út ákæru. Hæstiréttur segir þetta vítavert, engar skýringar hafi komið fram og þetta sé brot á rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Héraðsdómari við dómstólinn á Reykjanesi sagði í dómi sínum í febrúar að sýslumannsembættið í Hafnarfirði hefði bæði brotið lög og mannréttindi með því að draga í fjórtán mánuði að gefa út ákærur á hendur tveimur piltum fyrir innbrot. Þessi dráttur er óhæfilegur og óútskýrður, sagði dómarinn, og frestaði refsingu yfir piltunum. Stuttu síðar var karlmanni var í Hæstarétti dæmd hálf milljón í bætur vegna þess að hann var í tvö og hálft ár grunaður um fjárdrátt án þess að ákæra væri gefin út af lögreglunni í Reykjavík. Og ekki er langt síðan kæra sem kona lagði fram vegna líkamsárásar fyrndist í höndum sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Ríkissaksóknari sagði af þessu tilefni í fréttum Stöðvar 2 að embættin þurfi nægan mannafla til að koma í veg fyrir slíkan drátt. Dómsmálaráðherra sagði óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fái þó ekki meira fé. Nú hefur enn eitt málið komið upp og var það til meðferðar í Hafnarfirði. 21 árs gamall piltur var ákærður fyrir að hafa með öðrum brotist inn á heimili í Garðabæ og stolið verðmætum sem námu rúmum tveimur milljónum. Hann var yfirheyrður af lögreglunni í Hafnarfirði 20. nóvember 2002 og gekkst við brotinu. Rannsókn málsins lauk í janúar 2003. Eftir þetta gerðist ekkert í málinu fyrr en lögreglustjórinn í Hafnarfirði gaf út ákæru 1. september 2004, einu ári og níu mánuðum seinna. Hæstiréttur segir þennan drátt á rannsóknarstigi vítaverðan. Engar skýringar hafi komið fram og telja dómararnir að þetta brjóti gegn lögum um meðferð sakamála og sé í andstöðu við stjórnarskrá þar sem segir að allir hafi rétt á réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma. Samt sem áður er héraðsdómur látinn standa óraskaður. Maðurinn er hefur áður hlotið nokkra dóma fyrir þjófnað og fékk nú fimm mánaða fangelsi. Ekki náðist í sýslumanninn í Hafnarfirði, Guðmund Sophusson, fyrir fréttir.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira