Skipta fötin einhverju máli? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 11. mars 2005 00:01 Á fundi foreldra grunnskólabarna í Vesturbæ Reykjavík í vikunni, er sagt að foreldrar hafi tekið vel í hugmyndir um skólabúning. Það voru foreldrafélög Landakotsskóla, Melaskóla, Grandaskóla og Vesturbæjaskóla sem stóðu að fundinum. Þegar er einhver reynsla komin af skólafatnaði, en síðustu tvö ár hefur verið notast við vísi að skólabúningum í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Þar fá börn rauðar flíspeysur eða létta háskólaboli, merkta skólanum. Á fundinum var Leifur Garðarsson, skólastjóri Áslandsskóla, sem sagði að merkja mætti jákvæð áhrif þess að nota skólabúning, svo sem samkennd, námsaga, betri einbeitningu og bætt og bætta ímynd skólans. Umræða um skólabúninga kviknar alltaf öðru hvoru. Sérstaklega virðast það foreldrar sem hafa áhuga á því að taka upp skólabúninga. Ekki er óalgengt að slík umræða spretti upp eftir umfjöllun fjölmiðla um tískuvitund barna og unglinga. Þá fylgir í kjölfarið viðtöl við efnaminni foreldra sem tala um hversu erfitt það er að kaupa dýr merkjafötin sem börnin og unglingarnir krefjist. Ef þau fá ekki merkavörurnar; nýjustu úlpurnar, skóna, buxurnar, sem kosta morðfjár heldur ganga bara í Hagkaupsfötunum, þá verði þau fyrir einelti. Hugmyndin er að ef öll börnin klæðist eins fötum, þá verði það ekki eins augljóst hver þeirra koma úr efnameiri fjölskyldum, og fjölskyldur hverra hafa minna til handanna að bera. Því verði fátækari börnunum síður strítt og minni líkur á að þau lendi í einelti. Þetta er ekki röksemdarfærsla sem allir, og þar á meðal ég, kaupi. Í öllum skólum landsins á að fara fram mikið forvarnarstarf gegn einelti, og í flestum er það starf með ágætum. Skólarnir í Vesturbænum eru þar á meðal. Það að leggja einhvern í einelti, vegna þess í hvernig fötum er gengið er ekki orsök eineltis, heldur einkenni þess. Ef einelti á sér stað, þar sem sérstaklega er ráðist gegn börnum sem ekki ganga í tískufötunum, myndi það halda áfram þrátt fyrir að öll börnin klæddust eins fötum. Í staðin fyrir að gera grín af peysunum, yrði keppst um að vera í flottustu úlpunni, skónum, með skrautlegustu skólatöskuna eða annað það sem börnin geta metist um. Þetta væri einkenni þess að okkur hefur mistekist að kenna börnunum umburðarlyndi gagnvart þeim sem eitthvað eru öðruvísi. Börn þeirra skóla sem um ræðir, utan Landakotsskóla, eru á yngsta- og miðstigi grunnskóla. Það er einungis Landakotsskóli sem einnig kennir efstu bekkjunum. Ef við höfum ekki náð að kenna unglingunum umburðarlyndi, þá hjálpar það varla börnunum sem eru í þessum skólum sem um ræðir. Mér finnst annað gilda um það að gefast upp fyrir börnunum. Ef við sem foreldrar teljum að börnin okkar þurfi alltaf að ganga í merkjavörum og kaupum ávallt þau föt sem börnin okkar vilja, þá eru foreldrarnir farnir að gefa eftir stjórnina. Það er samfélagslegt vandamál ef börnin ráða, en ekki þau fullorðnu. Ef það er vandinn sem um ræðir, þá ættum við kannski, sem þjóðfélag, að ráða Ofurfóstruna til að kenna okkur að taka aftur völdin. Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á fundi foreldra grunnskólabarna í Vesturbæ Reykjavík í vikunni, er sagt að foreldrar hafi tekið vel í hugmyndir um skólabúning. Það voru foreldrafélög Landakotsskóla, Melaskóla, Grandaskóla og Vesturbæjaskóla sem stóðu að fundinum. Þegar er einhver reynsla komin af skólafatnaði, en síðustu tvö ár hefur verið notast við vísi að skólabúningum í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Þar fá börn rauðar flíspeysur eða létta háskólaboli, merkta skólanum. Á fundinum var Leifur Garðarsson, skólastjóri Áslandsskóla, sem sagði að merkja mætti jákvæð áhrif þess að nota skólabúning, svo sem samkennd, námsaga, betri einbeitningu og bætt og bætta ímynd skólans. Umræða um skólabúninga kviknar alltaf öðru hvoru. Sérstaklega virðast það foreldrar sem hafa áhuga á því að taka upp skólabúninga. Ekki er óalgengt að slík umræða spretti upp eftir umfjöllun fjölmiðla um tískuvitund barna og unglinga. Þá fylgir í kjölfarið viðtöl við efnaminni foreldra sem tala um hversu erfitt það er að kaupa dýr merkjafötin sem börnin og unglingarnir krefjist. Ef þau fá ekki merkavörurnar; nýjustu úlpurnar, skóna, buxurnar, sem kosta morðfjár heldur ganga bara í Hagkaupsfötunum, þá verði þau fyrir einelti. Hugmyndin er að ef öll börnin klæðist eins fötum, þá verði það ekki eins augljóst hver þeirra koma úr efnameiri fjölskyldum, og fjölskyldur hverra hafa minna til handanna að bera. Því verði fátækari börnunum síður strítt og minni líkur á að þau lendi í einelti. Þetta er ekki röksemdarfærsla sem allir, og þar á meðal ég, kaupi. Í öllum skólum landsins á að fara fram mikið forvarnarstarf gegn einelti, og í flestum er það starf með ágætum. Skólarnir í Vesturbænum eru þar á meðal. Það að leggja einhvern í einelti, vegna þess í hvernig fötum er gengið er ekki orsök eineltis, heldur einkenni þess. Ef einelti á sér stað, þar sem sérstaklega er ráðist gegn börnum sem ekki ganga í tískufötunum, myndi það halda áfram þrátt fyrir að öll börnin klæddust eins fötum. Í staðin fyrir að gera grín af peysunum, yrði keppst um að vera í flottustu úlpunni, skónum, með skrautlegustu skólatöskuna eða annað það sem börnin geta metist um. Þetta væri einkenni þess að okkur hefur mistekist að kenna börnunum umburðarlyndi gagnvart þeim sem eitthvað eru öðruvísi. Börn þeirra skóla sem um ræðir, utan Landakotsskóla, eru á yngsta- og miðstigi grunnskóla. Það er einungis Landakotsskóli sem einnig kennir efstu bekkjunum. Ef við höfum ekki náð að kenna unglingunum umburðarlyndi, þá hjálpar það varla börnunum sem eru í þessum skólum sem um ræðir. Mér finnst annað gilda um það að gefast upp fyrir börnunum. Ef við sem foreldrar teljum að börnin okkar þurfi alltaf að ganga í merkjavörum og kaupum ávallt þau föt sem börnin okkar vilja, þá eru foreldrarnir farnir að gefa eftir stjórnina. Það er samfélagslegt vandamál ef börnin ráða, en ekki þau fullorðnu. Ef það er vandinn sem um ræðir, þá ættum við kannski, sem þjóðfélag, að ráða Ofurfóstruna til að kenna okkur að taka aftur völdin. Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun