Mikilvægt hjá Val 13. október 2005 18:54 Valsmenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur á HK í DHL-deild karla í handbolta í gær og komu sér í efri helming deildarinnar á nýjan leik. Eyjamenn eru á miklu skriði en Haukar halda toppsætinu eftir útisigur á Víkingum. Um hörkurimmu var að ræða í viðureign Vals og HK. Heimamenn á Hlíðarenda höfðu frumkvæðið allan tímann og fóru á endanum með sætan 32-30 sigur af hólmi þar sem markverðir beggja liða voru í aðalhlutverki. Pálmar Pétursson varði 19 skot í marki Vals en hjá HK gerði Björgvin Gústafsson gott um betur og varði heil 22 skot. Svavar Vignisson átti stórleik fyrir Eyjamenn í gær og réðu varnarmenn KA lítið sem ekkert við hann. Svavar skoraði 10 mörk í leiknum en næstur kom Titi Kalandaze með 7 mörk. Með sigrinum skaust ÍBV upp í þriðja sæti deildarinnar og er liðið nú aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Hauka. Víkingar sýndu Haukum eflaust meiri mótspyrnu en þeir bjuggust við og hefðu heimamenn með smá heppni náð að velgja Haukum meira undir uggum ef ekki hefði verið fyrir góðan leik Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Andra Stefans Guðrúnarsonar. Þröstur Helgason átti stjörnuleik fyrir Víking og skoraði 12 mörk. ÍR-ingar byrjuðu gríðarlega vel á heimavelli gegn Þór og komust í 9-2 á upphafsmínútunum. Það bil náðu gestirnir frá Akureyri aldrei að brúa almennilega þó svo að ekki hafi munað nema tveimur mörkum á liðunum í lokin, 32-30, nýkrýndum bikarmeisturum ÍR í vil. FH fékk heimavallaréttinn Síðasta umferðin í DHL-deild kvenna var leikin í gær og mesta spennan fyrirfram var í leik Vals og FH sem fram fór á Hlíðarenda því ljóst var að sigurvegarinn í leiknum fengi heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikurinn stóð svo sannarlega undir væntingum því að hann var hnífjafn og spennandi. Þegar 2 sekúndur voru eftir fengu FH-ingar vítakast og var það Dröfn Sæmundsdóttir sem fékk það erfiða verkefni að stíga á punktinn. Dröfn gerði engin mistök, skoraði örugglega úr vítinu og kórónaði þannig stórleik sinn með sínu 13 marki. Með sigrinum tryggði FH sér fjórða sætið í deildinni og hefur liðið því heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, en þar mætir liðið einmitt Valskonum. Og af leiknum í gær að dæma er víst að einvígi liðanna í úrslitakeppninni mun verða hin besta skemmtun. Haukar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með öruggum sigri á Gróttu/KR á útivelli, 21-30. Haukar mæta Fram í úrslitakeppninni. ÍBV, sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar, sigraði botnlið Fram og mætir Víkingi. Síðasta einvígi 8-liða úrslitanna verður síðan á milli Stjörnunnar og Gróttu/KR. Íslenski handboltinn Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sjá meira
Valsmenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur á HK í DHL-deild karla í handbolta í gær og komu sér í efri helming deildarinnar á nýjan leik. Eyjamenn eru á miklu skriði en Haukar halda toppsætinu eftir útisigur á Víkingum. Um hörkurimmu var að ræða í viðureign Vals og HK. Heimamenn á Hlíðarenda höfðu frumkvæðið allan tímann og fóru á endanum með sætan 32-30 sigur af hólmi þar sem markverðir beggja liða voru í aðalhlutverki. Pálmar Pétursson varði 19 skot í marki Vals en hjá HK gerði Björgvin Gústafsson gott um betur og varði heil 22 skot. Svavar Vignisson átti stórleik fyrir Eyjamenn í gær og réðu varnarmenn KA lítið sem ekkert við hann. Svavar skoraði 10 mörk í leiknum en næstur kom Titi Kalandaze með 7 mörk. Með sigrinum skaust ÍBV upp í þriðja sæti deildarinnar og er liðið nú aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Hauka. Víkingar sýndu Haukum eflaust meiri mótspyrnu en þeir bjuggust við og hefðu heimamenn með smá heppni náð að velgja Haukum meira undir uggum ef ekki hefði verið fyrir góðan leik Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Andra Stefans Guðrúnarsonar. Þröstur Helgason átti stjörnuleik fyrir Víking og skoraði 12 mörk. ÍR-ingar byrjuðu gríðarlega vel á heimavelli gegn Þór og komust í 9-2 á upphafsmínútunum. Það bil náðu gestirnir frá Akureyri aldrei að brúa almennilega þó svo að ekki hafi munað nema tveimur mörkum á liðunum í lokin, 32-30, nýkrýndum bikarmeisturum ÍR í vil. FH fékk heimavallaréttinn Síðasta umferðin í DHL-deild kvenna var leikin í gær og mesta spennan fyrirfram var í leik Vals og FH sem fram fór á Hlíðarenda því ljóst var að sigurvegarinn í leiknum fengi heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikurinn stóð svo sannarlega undir væntingum því að hann var hnífjafn og spennandi. Þegar 2 sekúndur voru eftir fengu FH-ingar vítakast og var það Dröfn Sæmundsdóttir sem fékk það erfiða verkefni að stíga á punktinn. Dröfn gerði engin mistök, skoraði örugglega úr vítinu og kórónaði þannig stórleik sinn með sínu 13 marki. Með sigrinum tryggði FH sér fjórða sætið í deildinni og hefur liðið því heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, en þar mætir liðið einmitt Valskonum. Og af leiknum í gær að dæma er víst að einvígi liðanna í úrslitakeppninni mun verða hin besta skemmtun. Haukar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með öruggum sigri á Gróttu/KR á útivelli, 21-30. Haukar mæta Fram í úrslitakeppninni. ÍBV, sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar, sigraði botnlið Fram og mætir Víkingi. Síðasta einvígi 8-liða úrslitanna verður síðan á milli Stjörnunnar og Gróttu/KR.
Íslenski handboltinn Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sjá meira