Sport

Breytingarnar voru samþykktar

Róttækar breytingar munu verða á DHL-deildinni í handknattleik á næsta ári en tillögur þess efnis voru samþykktar á ársþingi Handknattleikssambandsins sem haldið var í gær. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni munu öll karlaliðin leika í einni deild á næsta ári þar sem 8 efstu liðin leika í úrvalsdeild leiktíðina 2006-2007. Sex neðstu liðin munu falla niður í 1. deild. Fjögur efstu lið Íslandsmótsins munu síðan heyja baráttu sín á milli í svokölluðum deildabikar sem hefst strax að hefðbundnu Íslandsmóti loknu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×